Helmingur glæpa í París framdir af útlendingum – Macron neitar tengslum

frettinErlentLeave a Comment

Emmanuel Macron Frakklandsforseti viðurkenndi á France 2 sjónvarpsstöðinni í lok síðasta mánaðar að helmingur allra glæpa í París væri framinn af útlendingum þegar hann sagði: „Já, þegar við skoðum glæpi í París, getum við ekki komist hjá því að sjá að að minnsta kosti helmingur glæpanna sem við höfum yfirlit yfir er framinn af fólki sem eru útlendingar, annað hvort sem er í óstöðugu ástandi eða bíður eftir hæli.“

Þetta var í kjölfarið staðfest af innanríkisráðuneytinu, sem upplýsti að á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 væru 48% þeirra sem voru yfirheyrðir vegna afbrota í París útlendingar.

Þessu til viðbótar sendi yfirstjórn lögreglunnar í París einnig frá sér upplýsingu þann 29. október um að fyrstu sex mánuði ársins 2022 hafi útlendingar verið í gríðarlega miklum meirihluta í tilteknum alvarlegum afbrotum.

Þessi hópur var ábyrgur fyrir 70,4% af ofbeldisfullum ránum og 75,6% þjófnaða, samkvæmt gögnum frá höfuðstöðvum lögreglunnar og ráðuneytisins er fjallar um öryggi innanlands.

Þetta þýðir að erlendir íbúar Parísar, sem eru aðeins 15% borgarbúa, eru gríðarlega afkastamiklir við það að fremja 70% af öllum ofbeldisfullum ránum í borginni.

Þrátt fyrir þessar sláandi upplýsingar neitar Macron enn að samþykkja það að bein tengsl séu á milli innflytjenda og afbrota. Vegna þessa gerði Marine Le Pen, leiðtogi National Rally, grín að forsetanum á Twitter.

„Til að geta sagt næstum því í sömu setningu, og Emmanuel Macron gerði, að helmingur glæpanna í París sé framinn af útlendingum og að engin tengsl séu á milli afbrota og innflytjenda, við urðum samt að gera það! tísti hún.

Frakkland heldur áfram að glíma við að samþætta gríðarlegan fjölda farandfólks og afkomenda farandfólks sem er margir víla ekki fyrir sér að stunda glæpastarfsemi og ofbeldi. Heilu svæðin í stórborgum hafa verið lýst „löglaus“ og lögregla verður reglulega fyrir árásum ef hún hættir sér inn á þessi svæði.

Á síðasta ári varaði hópur 93 fyrrverandi lögreglumanna við því að tiltekin svæði landsins væru orðin „týnd landsvæði“ sem rekja mætti til ólöglegra innflytjenda og hömlulausrar glæpastarfsemi.

Heimild 

Skildu eftir skilaboð