Goðsögnin um Covid-19 – Goð lyfjaauðvalds og stjórnmála

frettinArnar Sverrisson, Pistlar1 Comment

Eftir Arnar Sverrisson:

Breski blaðamaðurinn, Michael Bryant, hefur skrifað skilmerkilegt og áhugavert yfirlit um Covid-19 goðsögnina, sem hann kallar: „Covid-19. Spurningaflaumur í veröld vélráða“ (Covid-19: A Universe of Questions In a Time of Universal Deceit). Greinin er þýdd og endursögð hér, en stiklað á stóru:

Stórbokkar í heilsugeiranum, stjórnmálamenn og fjölmiðlar, tóku höndum saman og sögðu okkur söguna af „drepsótt,“ sem fór um eins og eldur í sinu. Því skildum við einangra okkur innan dyra, hvorki anda á hvert annað né snerta. Og til að bæta gráu ofan á svart skildum við hylja vit vor með grímu [sem bæði er gagnslaus og mörgum hættuleg].

Þegar leið á söguna hafði sannleikurinn umbreyst í boðorðið, „fylgjum vísindunum að málum,“ sem breyttust þó í sífellu. Því vísindin þróast. Sagan var síbreytileg. Það einasta, sem fast var í hendi, var óöryggið sjálft.

Þegar reynt var að brjóta til mergjar, rötuðum við inn í völundarhús blekkinga, falsana, flækja og leyndarmála. Sagan varð harla afbrigðileg og fjarstæðukennd. Mikilvægasta spurningin var: „Hví má ekki spyrja spurninga?“

Markaðssetning drepsóttarinnar

Breski rithöfundurinn, Ian Watson, sagði: „Þurfi að telja þig á, áminna þig, þrýsta á þig, ljúga að þér, hvetja þig, þvinga þig, beita þig harðræði, útskúfa þér, skapa þér samviskubit, refsa og gera úr þér lögbrjót, getur þúi gengið út frá því í hvívetna, að maðkur sé í mysunni, að boðskapurinn sé þér ekki í hag.“

Markaðssetning drepsóttarinnar fylgdi eigin lögmálum. Bumbuslátturinn minnti miklu fremur á hernað en skilaboð um lýðheilsu. Það voru ekki bara lyfjarisarnir sem högnuðust á slæmri heilsu alþýðunnar, heldur einnig sjúkrahús og læknar. Hluti af markaðssetningarbrellunni var stæðhæfingin um troðfull sjúkrahús.

Gerd Gogerenzer við Max Planck menntastofnunina sagði: „Óttinn er markaður í sjálfu sér. Það hefur kosti að hrella fólk. Það snýr ekki einvörðungu að lyfjanotkun. Dauðhræddu fólki má auðveldlega stjórna.“ Í því skyni var tönglast á tölum um dauða af völdum covid í tíma og ótíma. Skelfilegar frásagnir voru samhæfðar í helstu fjölmiðlum. Hafði þetta við rök að styðjast eða var um að ræða hræÐsluáróður? Hvers vegna voru 14.369 dauðsföll af völdum slysa og 1.265 hröp/föll talin til Covid dauðsfalla?

Bandaríski fjölfræðingurinn, Carl Sagan (1934-1996), sagði: „Einn dapurlegasti lærdómur sögunnar er þessi: Sé villt nógu lengi um fyrir okkur, býr um sig tilhneiging til að hafna sönnun þessa. Áhugi okkar á sannleikanum hverfur.“

Meginstraumsmiðlar kærðu sig kollótta um „greiningaraðferðir“

Þegar leið á goðsögnina var farið að tala um „Covid-tilvik.“ Það datt engum í hug að henda reiður á þessu fyrirbæri. Það gat merkt þann, sem gæti smitast, þann, sem grunur léki á, að væri að væri smitaður, hvenær sem PCR-próf var jákvætt.

Meginstraumsfjölmiðlar kærðu sig kollótta um það, hvort prófið væri gild greiningaraðferð [sem það engan veginn er].
Fólki var talin trú um, að lausnin eina á þessari hræðilegu drepsótt væri tilraunaerfðalyf lyfjarisanna, sem þau hristu í flýti úr erminni. Samtímis voru gerðar ráðstafanir til að þagga niður allar efasemdaraddir. Hvers vegna var það?

Heilbrigðisstarfmönnum var lýst sem hetjum. En hvers vegna voru þeir verðlaunaðir fyrir að greina Covid-sjúklinga? Hvernig leit lækningin út? Hví voru sjúkrahús verðlaunuð fyrir að stinga fólki í öndunarvél og gefa þeim [hið illskeytta] Remdesivir? Þeir steinþögðu að mestu um hætturnar.

Glæpamennirnir hæglátir skrifstofukarlar

Þýski guðfræðingurinn, Dietrich Bonhoeffer, sagði: „Það er illska í sjálfu sér að þegja yfir illskunni.“Breski rithöfundurinn, Clive Staples Lewis (1898-1963), sagði: „Ég lifi í heimi stjórnsýslunnar. Glæpir eru ekki lengur framdir í „óþverrahreiðrum“ þeim, sem Dickens [breskur rithöfundur] hafði yndi af að lýsa. Glæpir eru ekki einu sinni framdir í þræla- eða útrýmingarbúðum, þar sem þá ber fyrir augu, heldur í eru þeir skipulagðir og pantaðir (…) í hvítskúruðum, teppalögðum, hlýjum og vel lýstum skrifstofum. [Glæpamennirnir] eru hæglátir skrifstofukarlar með snyrta fingur og mjúkrakaða kjamma. Þeir þurfa aldrei að brýna raustina.“

Fjárfestingar Bill Gates í bóluefnunum 2019

Allar sögur eru bornar uppi af persónum og leikendum. Í Covid-goðsögninni voru mikilvægir aukaleikarar, Neil Fergusson [breskur lýðheilsufræðingur og tölfræðingur] og Christian Drosten [þýskur örveirufræðingur, höfundur hins gagnslausa, en örlagaþrungna PCR prófs].
En aðalleikendur voru Anthony Fauci [landlæknir Bandaríkjanna] og Bill Gates [bandarískur auðjöfur og bólusetningavelgjörðamaður]. En hæfni þeirra var lítt skoðuð. Spurninga var þó spurt:

Hvernig mátti það vera, að Bill Gates hafi vitað árið 2019, að bóluefni myndu vera „meðal bestu fjárfestingarkosta“ árið 2020? Hvernig gat 10 milljarða fjárfesting í bóluefnum orðið að 200 milljörðum? Hvers vegna fjárfesti sjóður hans 55 milljörðum í BioTech [þýsku bóluefnafyrirtæki] í ágúst 2019?

Alheimsvæðingin

Það verður að hafa í huga, að Covid-goðsögnin verður ekki skilin í heild sinni, nema að vera þess minnugur, að opinber heilsuiðnaður er samþættur alþjóðlegum fjármagnsmarkaði og lýtur lögum hans. Lyfjaiðnaðurinn ber ekki hag sjúklinga fyrir brjósti. Honum ber fyrst og fremst að skila arði til úrvalshóps fjármagnseigenda. Meginstraumsmiðlar þögðu um þetta þunnu hljóði.

Írski stjórnmálamaðurinn, James Tunney, orðaði þetta svo: „Þeir komu ekki auga á, að alheimsvæðingin (globalisation) væri ekkert annað en brella til að hrifsa til sín völd þjóðanna yfir sjálfum sér og færa þau alþjóðlegum auðhringum. Um leið og þeir höfðu sogað til sín vald þjóðanna og komist þannig hjá lýðræðislegu eftirliti, var leiðin til alheimsstjórnunar greiðfær, laus úr viðjum lýðræðislegra hafta af öllu tagi.“ Það er engin tilviljun, að lýðheilsuneyðin skóp 500 nýja milljarðamæringa. Hið vinnandi fólk tapaði 3.7 billjónum (trillion) dala, meðan auðkýfingarnir græddu 3.9 billjónir?

Þegar öllu er á botninn hvolft, hljótum við að spyrja: „Var sagan um covid lygi frá upphafi til enda“?

One Comment on “Goðsögnin um Covid-19 – Goð lyfjaauðvalds og stjórnmála”

Skildu eftir skilaboð