Trommari Smashing Burritos lést á sviðinu eftir hjartaáfall

frettinFræga fólkiðLeave a Comment

Franska hljómsveitin Smashing Burritos greindi frá því á laugardag að hinn 58 ára trommuleikari sveitarinnar Eric hafi látist skyndilega þegar hann var að spila á sýningu á Café de la Terrasse, í Marseillette, í Aude Frakklandi.

Hljómsveitin sagði frá andlátinu á samfélagsmiðlum, að Eric hafi látist á föstudag eftir að hafa skyndilega hrunið niður á trommusettið á miðri sýningu. Samkvæmt miðlinum 20minutes.fr fékk Eric hjartaáfall.

Reynt var að endurlífga tónlistarmanninn þar til sjúkrabíllinn kom en hann lést á vettvangi. Eric er ekki fyrsti listamaðurinn sem hefur hnigoð niður, veikst eða látist skyndilega á síðustu mánuðum.

Hér má lesa tilkynningu hljómsveitarinnar á facebook:

Skildu eftir skilaboð