Mun Trump tilkynna um 2024 framboð sitt í kvöld?

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, StjórnmálLeave a Comment

Jason Miller, fyrrum talsmaður og einn helsti ráðgjafi Donald J. Trump, fyrrum forseta Bandaríkjanna, spáir því að Trump gæti jafnvel tilkynnt um framboð sitt fyrir forsetakosningarnar 2024 í kvöld í Ohio, en frá því sagði hann í þætti Nigel Farage hjá GB news í gærkvöldi.

Hinn möguleikinn væri að hann muni gera það á morgun, 9. nóvember, í Mar-A-Lago, að sögn Miller. Mikill titringur er vegna málsins, en ýmsar getgátur eru uppi um það hvenær hann muni tilkynna um framboð sitt. Nokkuð öruggt þykir að hann muni gera það fyrir lok nóvember, en mikið hefur verið um það rætt undanfarna daga.

Jason Miller, fyrrum talsmaður og einn helsti ráðgjafi Donald Trump

Í dag fara þingkosningar fram í Bandaríkjunum. Talsverður spenningur ríkir þar sem að góðar líkur þykja á að Repúblikanar muni ná yfirhöndinni, að minnsta kosti í neðri deild þingsins og hugsanlega í báðum deildum. Samtímis ríkir tortryggni vegna áhyggja kjósenda af framkvæmd kosninganna.

Skildu eftir skilaboð