Þingmaður Demókrata sem lést fyrir mánuði endurkjörinn á Bandaríkjaþing

frettinErlent, Stjórnmál1 Comment

Þingfulltrúi Pennsylvaníu á Bandaríkjaþingi sem lést í síðasta mánuði var endurkjörinn í þingkosningunum í Bandaríkjunum í gær, að því er segir í fréttum vestanhafs.

Demókratinn Anthony "Tony" DeLuca lést 9. október eftir stutta baráttu við krabbamein. Hann var 85 ára.

DeLuca var sá þingmaður sem hafði lengst verið fulltrúi fyrir Pennsylvaníu, samkvæmt Pittsburgh Post-Gazette.

„Þó að við séum ótrúlega sorgmædd yfir missi fulltrúans Tony DeLuca, erum við stolt af því að sjá kjósendur halda áfram að sýna honum traust sitt ásamt hollustu hans við hin lýðræðislegu gildi með því að endurkjósa hann eftir dauðann. Sérstakar kosningar munu fylgja bráðlega,“ sögðu demókratar í Pennsylvaníu í tísti.


One Comment on “Þingmaður Demókrata sem lést fyrir mánuði endurkjörinn á Bandaríkjaþing”

Skildu eftir skilaboð