B-17 sprengjuflugvél og minni vél lenda saman á flugsýningu í Dallas

frettinErlentLeave a Comment

Söguleg B-17 sprengjuflugvél og önnur minni vél, Bell P-63 Kingcobra, rákust saman í lofti og hröpuðu til jarðar á flugsýningunni í Dallas í dag. Óljóst er hversu margir voru í hverri vél.

Myndband sem birt var á netinu sýnir Boeing B17 Flying Fortress sprengjuflugvél nálgast flugleið annarrar vélar af tegundinni Bell P-63 Kingcobra.

Fljótlega rekst sprengjuflugvélin á minni vélina og tætir hana í sundur og stærri vélin hrapar logandi til jarðar í nágrenninu. Sjónarvottar sögðu að brak úr flugvélunum hafi dreiftst yfir þjóðveginn.

Hér má sjá atburðinn:

Skildu eftir skilaboð