Eftir Arnar Sverrisson:
Það er engu líkara en að Evrópubúar séu að vakna við þá martröð, sem felst í vanhæfi stjórnmálamanna og ásókn auðmanna í reitur þeirra. Kuldi, kröpp kjör og stríðsvitfirring færist í aukana.
Verkalýðshreyfingin í Grikklandi segir: „Við krefjumst launahækkana og aðgerða gegn verðbólgunni.“ … Fjöldinn neitar að hírast í kulda [og trekki], meðan hinir fáu tryggja sér gróða. Við tökum því ekki með þegjandi þögninni, að fórna skuli verkafólki á altari samkeppni og stríða heimsveldissinna. Við greiddum gróða þeirra, við greiddum fyrir kreppurnar þeirra. Nú er nóg komið.“
„Grísku þjóðinni er steypt í örbirgð undir yfirskini orkukreppu og stríðs í Úkraínu, samtímis því, að viðskiptajöfrar safna ofurauði [með augun rauð]. Hækkanir á orku, húsaleigu, eldsneyti og daglegum nauðsynjum hafa gersamlega rústað skipulagningu til framtíðar, tæmt budduna og skert kaupmátt grískra borgara.“
Verkföllin í Grikklandi voru víðtæk. Samstöðukveðjur voru sendar til annarra í sömu stöðu víðs vegar um Evrópu; Austurríkis, Frakklands, Belgíu, Þýskalands, Hollands, Bretlands, svo nokkur lönd séu nefnd.
Svo spyr ég eins og sú fávísa kona, sem ég er annan hvorn dag eða svo (kynjaflakk): Hvar er RÚV? (Líklega á bólakafi í kynferðislegri áreitni, óförum kvenleiðtoga og hamförum!)
Verðbólgan á meginlandinu og Bretlandi vex stöðugt, um 15% sums staðar. Enn hafa ekki komið fram afleiðingar af kostnaðarhækkunum fyrirtækja til fulls. Meðan fólk mótmælir hækka framlög stjórnmálamanna til hernaðar í Úkraínu og stríðsfjárlög einnig. Þjóðverjar vígbúast á nýjan leik.
Fjármálaspekingar bankakerfisins á Íslandi spá lækkandi verðbólgu á næsta ári. Ætli spá veðurfræðinga væri ekki nákvæmari?
Tilvísanir með grein Arnars.