Eftir Geir Ágústsson:
Þú trúir kannski ennþá að kóvít-sprauturnar geri meira gagn en ógagn. Að lækningin sé betri en sjúkdómurinn. Að sprenging í dauðsföllum ungs fólks sé tengd orkudrykkjum og stífum æfingum. Að myndbönd af fólki að detta niður dautt séu uppspuni eða tekin fyrir löngu síðan. Að óútskýrð dauðsföll í bílförmum megi alveg vera það - óútskýrð.
Gott og vel. Þá skaltu láta eftirfarandi myndskeið framhjá þér fara:
(Hlekkir á heimildir í tímaröð hér.)
En hver er tilgangurinn með svona myndskeiði? Að hræða fólk? Koma í veg fyrir að smitsjúkdómur sé taminn? Drepa gamalt fólk? Sundra samfélaginu?
Nei, einfaldlega að benda á hluti sem fjölmiðlar þegja um, og er sá listi orðinn nokkuð langur satt að segja. Á undir þremur mínútum benda á að sprauturnar eru mörgum banvænar. Að það sé eitthvað hér sem þarf að ræða - opinskátt - en er ekki gert. Að afhjúpa beinagrindur í skápnum. Að forða fleirum frá sömu hræðilegu örlögunum. Að skvetta vatni á funheitan heilaþvottinn. Að koma að öllum hliðum máls. Að afvopna þá sem þykjast stjórna hugsunum okkar.
Dyrnar eru alltaf opnar fyrir þá sem vilja umræðu, upplýsingar, hæfilega tortryggni og upplýstar ákvarðanir. Líka þá með þriðju eða fjórðu sprautuna í handleggnum. Það er aldrei of seint að hætta reykja og aldrei of seint að hlusta á eitthvað annað en endalausar vagnlestir af áróðri.
One Comment on “Hver veit! Ungt fólk að deyja þessa dagana!”
Alveg rétt hjá þér,, það er aldrei of seint að hætta reykja og aldrei of seint að hlusta á eitthvað annað en endalausar vagnlestir af áróðri. Ég myndi vilja vita að hverju er þessi algjöra þögn á þetta mál hjá íslenskum frétta mönnum, er þeim settur stólinn fyrir dyrnar (eins og sagt er) ??? Þetta þarf að ræða, það er engum greiði gerður til langframa að taka strútinn á þetta