Hvernig fékk demókrati 1106 atkvæði í 700 manna samfélagi?

frettinErlent, Stjórnmál5 Comments

Það er ekki að undra að umræðan um kosningasvik í Bandaríkjunum hafi verið hávær undanfarin ár og þá fjallar heimildarmyndin 2000 MULES um slík svik.

Hér er dæmi frá pínultitlu samfélagi norðarlega í New Hampshire fylki. Það heitir Columbia og samkvæmt bandaríska manntalinu frá árinu 2020 voru íbúarnir 695.

Samkvæmt birtum tölum talninga frá stjórnvöldum í New Hampshire eftir nýafstaðnar kosninar fékk frambjóðandi demókrata til öldungadeildarinnar, Maggie Hassan, 1106 atkvæði frá þessu fámenna samfélagi og þá fékk frambjóðandi repúblikana 193 atkvæði og einn annar frambjóðandi fékk 4 atkvæði.

Opinber vefsíða New Hampshire segir að árið 2010 hafi íbúafjöldinn verið 798. Þá vitnar Wikipedia í manntalið frá 2020 og segir íbúafjöldann vera 695.

Samkvæmt talningu úr kosningunum komu samtals 1303 atkvæði frá samfélagi sem telur í kringum 700 íbúa og því eðlilegt að spurt sé hvernig þetta geti staðist?

Placeholder

5 Comments on “Hvernig fékk demókrati 1106 atkvæði í 700 manna samfélagi?”

 1. Þeir eru fyrir löngu búnir að leysa þetta ómerkilega vandamál í Guðseiginlandi.

  Segjum sem svo að þú sért einhver vandræðagemlingur sem setjir út á þetta, eða einhver önnur atriði, varðandi framgang kosninga í þínu kjördæmi, (t.d. á grundvelli einhvers hundómerkilegs atriðis eins og „heilbrigðrar skynsemi“)

  Þá gengur málið þannig fyrir sig, að þér ber að leggja fram kæru hjá nærliggjandi dómstól, sem mun draga lappirnar í sirka 3 vikur- mánuð frá kjördegi áður en málið er tekið fyrir, og auðvitað ber ÞÉR, kærandanum að standa straum af málskostnaðinum.
  Dómarinn mun síðan úrskurða að rétt sé að verða við ósk þinni um endurtalningu, en til þess að svo megi verða, þá beri ÞÉR að leggja fram tryggingu fyrir kostnaðinum sem af því hlýst, og skuli sú trygging nema 2 milljónum dollara.

  Gott og vel, þú ert vel fjáður og gengur frá tryggingunni, nema hvað síðan líður og bíður án þess að nokkuð gerist, þangað til á að giska 6 mánuðum frá kjördegi, þegar þér berst tilkynning um að endurtalningin hafi því miður ekki getað farið fram því búið sé að eyða kjörgögnunum og atkvæðaseðlunum í kosningunni !

  Í fávisku þinni skrifar þú þá dómstólnum bréf og krefst þess að fá þá þínar 2 milljónir endurgreiddar, en svarið berst um hæl:
  Með skírskotun til lagagreinar númer bla-bla-bla, þá er óheimilt að endurgreiða það tryggingafé sem lagt er fram vegna óska um endurtalningu í almennum kosningum, og skal slíkt fé því renna óskipt í ríkissjóð.

  „End of story“ eins og þeir segja fyrir westan.

 2. Er nokkur furða að Demókratar, sem er að leggja Bandaríkin í rúst, vinni kosningar ef þeir fá fleiri atkvæði en fjöldi þeirra sem eru á kjörskrá? Kosningasvindl?

 3. svo má ekki gleyma að margir demókratar fengu atkvæði með sömu prósentu og fjölda atkvæða sem á ekki að vera hægt nema með svindli

Skildu eftir skilaboð