Rafmyntakauphöllin FTX hóf starfsemi árið 2019 og skráð með höfuðstöðvar á Bahamaeyjum. Á þessu ári voru viðskiptavinir þess orðnir yfir eina milljón. FTX varð gjaldþrota 11. nóvember sl. og fréttir segja að margir milljarðar dollara séu horfnir úr rekstrinum.
FTX stundaði dulritunargjaldmiðlaskipti, eða stafræn gjaldmiðlaskipti (DCE), sem gerði viðskiptavinum þess kleift að eiga viðskipti með dulritunargjaldmiðla eða stafræna gjaldmiðla fyrir aðrar eignir.
Kauphöllin hafði tengsl við auðmannasamtökin World Economic Forum (WEF) sem hreykti sér af þeim, en núna hefur WEF skyndilega fjarlægt upplýsingarnar um FTX af heimasíðu sinni.
Forstjóri FTX einn helsti styrktaraðili demókrata í Bandaríkjunum
Sam Bankman-Fried stofnandi og forstjóri FTX gaf demókrötum í Bandaríkjunum samtals 39,8 milljónir dollara vegna nýafstaðinna kosninga og var hann næst gjafmildasti einstaklingurinn því aðeins fjármálamaðurinn George Soros gaf demókrötum meira fé eða 128 milljónir dollara, samkvæmt tölum Open Secrets.
Þá var þessi stofnandi FTX stór kostunaraðili framboðs Joe Biden til forseta árið 2020 og þá gaf hann mest allra af fé til hins svonefnda Protect Our Future PAC sem studdi fjölda frambjóðenda demókrata.
Daginn áður en FTX varð gjaldþrota viðurkenndi Bankman-Fried að hann hafi gert mistök og klúðrað málum og hefði átt að gera betur.
Peningaþvætti í gegnum Úkraínu og FTX til spilltra stjórnmálamanna
Í mars sagði The Washington Post frá því að stjórnvöld í Úkraínu væru að stunda viðskipti með dulritunargjaldmiðla og óskuðu eftir stuðningi í slíkum gjaldmiðlum. Úkraínsk stjórnvöld hafi síðan skipt þessum gjaldmiðlum yfir í hefðbundna gjaldmiðla og einna helst evrur og þannig getað komið fjármagninu í venjulega umferð.
FTX kom að þessum fjármagnsflutningum og meira að segja gaf forstjóri FTX Sam Bankman-Fried háa fjárhæð til Úkraínu.
Núna ganga háværar sögur um að FTX hafi verið notað til að stunda peningaþvætti. Það hafi farið þannig fram að peningarnir sem Bandríkjastjórn, sem er undir stjórn demókrata, sendi til Úkraínu og sagðir vera til að styðja stríðsrekstur Úkraínu gegn Rússum hafi ekki allir farið til þess. Heldur hafi Úkraínustjórn lagt a.m.k. kosti einhvern hluta ef ekki alla peninganna inn til FTX sem hafi síðan séð um að koma þeim áfram til spilltra stjórnmálamanna á Vesturlöndum og þá helst demókrata í Bandaríkjunum og fylgismanna þeirra.
Ætli fjárstuðningur Íslands við Úkraínu hafi einnig farið til FTX og þaðan áfram til spilltra stjórnmálamanna?
Nú er FTX orðið gjaldþrota og marga milljarða dollara vantar inn í rekstur þess og þá er forstjórinn Sam Bankman-Fried þegar undir alríkisrannsókn vegna fjárframlaga til stjórnmálamanna sem áttu að hafa eftirlit m.a. með fyrirtæki hans.
Gjaldþrot FTX er risastórt mál sem á eftir að hafa afleiðingar, hverjar þær verða á eftir að koma í ljós. Það er þó ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar í líklega einu mesta spillingarmáli síðustu ára.
One Comment on “FTX einn stærsti styrktaraðili demókrata gjaldþrota – peningaþvætti?”
Uhhh, „fyrirtækið FTX“? FTX án skilyrðingar er ekki „fyrirtækið FTX“. Þess utan ættu allir sem eru í kryptó að flýja en það er önnur og sama sagan.