Ríkisstjórn Ástralíu hefur rutt brautina fyrir Novak Djokovic til að keppa á opna ástralska meistaramótinu 2023. Þriggja ári banni á leikmanninn frá því í janúar sl. hefur þar með verið aflétt.
Djokovic var handtekinn í janúar í Ástralíu þar sem hann neitaði að fá Covid sprautur og var vísað úr landi 10 dögum síðar. Hann var færður á alræmt hótel, notað sem innflytjendafangelsi, þar sem hann dvaldi og lögmaður hans mótmælti ákvörðuninni fyrir dómstólum. Dómstóllinn ógilti síðar ákvörðun um að afturkalla vegabréfsáritun hans, en þáverandi innflytjendaráðherra, Alex Hawke, notaði sérstakar geðþóttaheimildir til að afturkalla ákvörðun dómsins og hélt því fram að verja þyrfti „almannahagsmuni“.
Í dómsskjölum sagði ráðherrann að Djokovic væri „af sumum álitinn talsmaður andstæðinga bóluefna,“ og þátttaka hans á mótinu gæti leitt til „borgaralegrar ólgu“.
Margir í Ástralíu fögnuðu ákvörðuninni en hún vakti einnig uppnám meðal stuðningsmanna hans sem söfnuðust saman fyrir utan hótel hans. Ástralía var með ströngustu faraldurstakmarkanir heims. Þegar Djokovic kom til Ástralíu hafði Covid smitum fjölgað verulega og reglur stjórnvalda kröfðust þess að allir sem kæmu til landsins væru bólusettir, nema þeir sem höfðu gilda undanþágu frá bólusetningunni.
Ríkisstjórnin sagði Djokovic ekki uppfylla inngönguskilyrðin og var vegabréfsáritun hans afturkölluð og honum því sjálfkrafa bannað að koma til landsins í þrjú ár. Djokovac hefur staðið fast á ákvörðun sinni um að hafna Covid sprautum þrátt fyrir að hafa misst af stórmótum.
BBC.
One Comment on “Novak Djokovic heimilt að keppa á Opna ástralska mótinu 2023”
Eftir nafnið hans er Ðjokovic.
Vonandi hunsar hann Australia open prison! Skíta land með verri úrgang sem býr þar