Franski dómarinn Johan Hamel látinn 42 ára eftir heilablóðfall á æfingu

frettinErlent, ÍþróttirLeave a Comment

Franski knattspyrnudómarinn Johan Hamel lést í gær, miðvikudag, eftir að hafa fengið heilablóðfall á æfingu.

Hamel, sem var þekktur og reyndur dómari, hafði dæmt 136 leiki í efstu deild í Frakklandi síðan á tímabilinu 2016-2017.

Síðasti leikurinn sem hann dæmdi í Frakklandi var 6. nóvember, þegar Lille vann Renne í efstu deildinni í Frakklandi. Hann var síðan fjórði dómari í leik PSG og Auxerre á sunnudag sem reyndist hans síðasti leikur.

Fyrir aðeins tveimur vikum var hann fjórði dómari í lokaumferð Meistaradeildarinnar þegar Real Madríd tók á móti Celtic.

Hamel gerðist atvinnudómari árið 2011 og hafði komið að yfir 300 knattspyrnuleikjum á dómaraferlinum.

 

Skildu eftir skilaboð