Elon Musk enduropnar Twitter aðgang Trumps

frettinSamfélagsmiðlar5 Comments

Nýr eigandi Twitter, Elon Musk, birti í gær skoðanakönnun þar sem spurt var hvort Twitter aðgangur Donald Trump, fyrrum forseta Bandaríkjanna, ætti að vera enduropnaður.

Aðgangur Trumps, sem er með 86 milljónir fylgjenda, birtist síðan skömmu eftir að Elon Musk tilkynnti að aðgangur fyrrverandi Bandaríkjaforseta yrði opnaður á ný.

„Vox populi, vox dei,“ skrifaði Musk, sem er latneska og mætti þýða sem „rödd fólksins er rödd guðs“.

Fyrr um daginn hafði Trump sagt að hann hefði ekki áhuga á koma aftur á Twitter,  jafnvel þó Elon Musk hafi fagnað mikilli kosningaþátttöku.

Musk hefur verið að vinna í því að enduropna lokaða reikninga frægra einstaklinga stofnaði könnunina á föstudagskvöldið.

Könnuninni lauk seint á laugardag, þar sem naumur meirihluti, 51,8% þátttakenda, greiddi atkvæði með því að enduropna aðgang Trumps. Rúmlega 15 milljónir atkvæða voru greidd á einum sólarhring, samkvæmt tölfræði Twitter vefsíðunnar.

Heimild

5 Comments on “Elon Musk enduropnar Twitter aðgang Trumps”

  1. Það er enginn Elon Musk til, þetta er tölvugerð fígúra

  2. En það óhugnanlega er að 48% vilja þagga niður í tjáningarfrelsi Trumps! Má fólk ekki lengur hafa mismunandi skoðanir? Fer að styttast í það að skoðanir vinstri-sinnaðra guðleysingja séu bara leyfðar? Þá er líka stutt í hreinsanir og fjöldamorð líkt og gerðust á tímum Sovétríkjanna, í Kína, og fleiri löndum. Er það sem fólk vill á Vesturlöndum? Er búið að heilaþvo almenning svona vel í vinstri-sinnuðum fjölmiðlum?

  3. Þetta er lýsandi dæmi um fasista ritstýringuna í hinum vestræna heimi. Það var hamast á Trump alla daga á íslensku miðlunum þá sérstaklega hjá ónemdum ruslblaðamanni á DV þegar Trump var í hvíta húsinu og menn eru enn að.
    Ekki að ég sé einhver sérstakur aðdáandi Trumps enn það er dapurt að vita til þess að hann er eina von BNA og sennilega einn skásti forseti Bandaríkjanna frá seinna stríði, það segir meira enn mörg orð um pólitíkina í fyrirheitna landinu BNA sem rétttrúnaðar elítan á Íslandi sleikir allt upp eftir!

  4. Peningarnir tala. Trump og Elon Musk eiga ekkert nema skuldir, svo þeir eru valda lausir. Strengjabrúður eins og allir hinir, frímúrararnir.

Skildu eftir skilaboð