Flugmaður American Eagle hneig niður í flugtaki – úrskurðaður látinn skömmu síðar

frettinErlentLeave a Comment

Nýráðinn flugmaður American Eagle, dótturfélags American Airlines, hneig niður í flugtaki á laugardagskvöld frá Chicago O'Hare alþjóðaflugvellinum á leið til Columbus, Ohio. Aðstoðarflugmaðurinn tók yfir stjórn vélarinnar og snéri henni við til O´Hare. Endurlífgun var reynd en flugmaðurinn var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi skömmu síðar.

Upptökur sýna að flugstjórinn, Patrick Ford, hafi hnigið niður við stjórn American Eagle Embraer 175-þotunnar, aðeins sekúndum eftir að þotan sem er 76 sæta tók á loft á flugbrautinni í Chicago.

„Ford var að tala við flugumferðarstjóra í Chicago O'Hare, einum fjölfarnasta flugvelli heims, þegar skyndilega hætti að heyrast í honum.“

„Get ég aðstoðað?" spurði flugumferðarstjórnandi.

„Við þurfum að snúa aftur, flugstjórinn er ófær um að fljúga,“ svaraði aðstoðarflugmaður Ford.

Hér má heyra upptökuna:

Skildu eftir skilaboð