Ræða Arnars Þórs um niðurstöður nefndar um áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í C-19 faraldrinum

frettinAlþingi, Stjórnmál1 Comment

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti í síðustu viku niðurstöður nefndar sem skipuð var til að greina áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í Covid-19 faraldrinum, og hófust svo umræður þingmanna.

Katrín sagði í ræðu sinni að við greiningu sína byggði nefndin á sérstakri aðferðafræði sem viðurkennt er að nýta við að greina áfallastjórnun og þau útskýra þá aðferðafræði ágætlega í skýrslunni. „Í því felst að hún horfir aðallega til kerfisins og viðbragða sem gripið er til þegar áfall í líkingu við heimsfaraldur ríður yfir samfélagið, hvaða áskoranir mæta þeim sem stýra þessum viðbrögðum og samhæfa þau og hvort kerfið virki sem skyldi. Þau taka það mjög skýrt fram í formálanum að það ber að líta á úttektina sem þátt í undirbúningi fyrir næstu áföll og draga lærdóm,“ segir Katrín.

Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók til máls og segir í ræðu sinni að fyrir liggi að aðgerðirnar hafi haft fjölþættar afleiðingar fyrir alla þætti íslensks samfélags sem leggja verður mat á. Afleiðingarnar séu fjárhagslegar, félagslegar, heilsufarslegar en einnig lagalegar, stjórnskipulegar og pólitískar. „Ég vil gera þessar síðastnefndu afleiðingar að umtalsefni hér og biðja þingheim og almenning að íhuga það sem ég ætla að segja því að ég er ekki bara að tala um liðna tíma, ég er ekki bara að horfa í baksýnisspegilinn, ég vil líka vara við að við fetum þessa braut hugsunarlaust næst þegar á skellur heimsfaraldur. Ég nefni það ekki að ástæðulausu. Á fundi fjárlaganefndar fyrr í dag sagði ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins að það gæti verið stutt í næsta heimsfaraldur og svipuð ummæli komu frá hæstv. forsætisráðherra fyrr í dag og þeim hv. þingmönnum sem tekið hafa til máls hér í dag. Við þurfum að hafa það fyrir augunum að sambærileg staða kann að koma upp hvenær sem er. Ég tel að við stöndum frammi fyrir því að það séu innbyggðir hvatar, mögulega í heilbrigðiskerfinu og lyfjageiranum, sem muni vilja framkalla svona óttaástand, hugsanlega af litlu tilefni, til þess að stuðla að því að þjóðfélagið færist aftur í það far sem við vorum í um tveggja ára skeið. 

„Í skýrslunni sem lögð var fram hér áðan kemur fram að kröfum um leiðbeiningar til borgaranna hafi ekki verið fylgt að öllu leyti og slíkt auki hættuna á að efnisleg réttindi borgaranna glatist. Þetta er bein tilvitnun úr skýrslunni, með leyfi forseta, og þar segir einnig að um leið og þessi hætta sé viðurkennd, og hugað að henni sé það ekki viðfangsefni þessarar skýrslu. Á kynningarfundinum þar sem skýrslan var kynnt var tekið fram að lagalegar hliðar hefðu ekki verið skoðaðar. Því stöndum við enn þá eftir með vissar stórar spurningar sem eftir er að svara og varða það sem ég myndi telja grundvallaratriði, þ.e. hver lagaleg staða borgaranna er þegar stjórnvöld fara í hamfaragír,“ segir Arnar.

Arnar segir jafnframt í ræðu sinnit: „Ef það er rétt að það sé aðeins tímaspursmál þar til nýr heimsfaraldur skellur á þá þurfum við að gera fleira en að kaupa grímur og bóluefni. Við þurfum að spyrja okkur grundvallarspurninga. Hvernig stöndum við vörð um einstaklingsfrelsið þegar stjórnvöld taka að stjórna út frá sjónarmiðum hóphyggju, þegar réttindi tiltekins hóps eða hópa eiga að yfirtrompa réttindi einstaklinganna? Hvar liggja mörk meðalhófs þegar stjórnvöld boða eina lausn, eina leið fyrir allt samfélagið án tillits til einstaklingsbundinna sjónarmiða og heilsufars sérhvers einstaklings? Hvað verður um lýðræðið þegar fámennisstjórn hefur fengið völdin? Hvað verður um réttarríkið þegar sóttvarnaríkið hefur leyst það af hólmi? Hvert er inntak frjálslyndisins ef ríkisstjórnir mega undir merkjum frjálslyndis skerða borgaralegt frelsi með valdboði að ofan? Hvernig stóð á því að þingræðið laut svo auðveldlega í gras gagnvart sérfræðingaræði, ekki bara hér heldur á Vesturlöndum?“

Varaþingmaðurinn bætir svo við að við eigum, með tjáningarfrelsið og þingræðið að vopni, að stuðla að friði og jafnvægi. Það sé engin betri vörn en að þingið láti til sín taka en láti það ekki endurtaka sig, varaþingmaðurinn segir að bent hafi verið á í þessari skýrslu, „að sitja hjá aðgerðalaust og horfa á meðan fámennisstjórn, sérfræðingaveldi og einhvers konar tækniveldi tekur öll völd og lokar fyrir umræðu, bælir niður gagnrýni o.s.frv. Við hljótum að geta staðið betur vörð um borgaraleg réttindi. Við verðum að gera það næst þegar einhver svipuð vá knýr dyra,“segir Arnar.

Arnar segir jafnframt í andsvari til forsætisráðherra að „það sem blasir við er að völd voru afhent sérfræðingum, að mínu viti og margra annarra, í of ríkum mæli. Það blasti t.d. við undir það síðasta, meðan sóttvarnalæknir réð hér ríkjum má segja. Hann kom út af ríkisstjórnarfundi — ein af tillögum hans hafði verið útgöngubann og þetta var rétt áður en því var aflétt — og sagði að hann væri ósáttur við að ráðherrar í ríkisstjórn væru með andmæli. Hann vildi að allir töluðu einni röddu út á við.“

„Hvað varðar ritskoðunartilburði fjölmiðlanefndar þá hef ég gögn undir höndum sem sýna að það var leitað til erlendra fyrirtækja til að kalla ritskoðun yfir Íslendinga. Ég minni á að það sem heitir falsfréttir og upplýsingaóreiða í dag getur verið stórkostlega breytt á morgun. (Forseti hringir.) Það er ekki hlutverk stjórnvalda að ákvarða það. Það verður að fá að gerast í sólarljósinu,“ segir Arnar.

Ræðuna og andsvarið í heild sinni má sjá og lesa hér neðar:


Ræðan
Andsvör
Andsvar forsætisráðherra:
Andsvar Arnars Þórs

One Comment on “Ræða Arnars Þórs um niðurstöður nefndar um áfallastjórnun íslenskra stjórnvalda í C-19 faraldrinum”

  1. Er ekki frá því að Arnar Þór sé eini maðurinn á þingi í dag (vara þingmaður) sem ég treysti 100% og einn af fáum persónum á Íslandi sem ég treysti fullkomlega og samt sem áður hef ég aldrei hitt manninn.

Skildu eftir skilaboð