Washington Post: Meirihluti þeirra sem látast af Covid eru bólusettir

frettinBólusetningar, COVID-196 Comments

Dagblaðið Washington Post segir frá því að nú sé meirihluti Bandaríkjamanna sem deyja úr Covid að minnsta kosti búinn að fá fyrstu umferð Covid sprautuefnanna.

„58 prósent dauðsfalla af kórónuveirunni í ágústmánuði var fólk sem var bólusett eða búið að fá örvunarskammt, samkvæmt greiningu sem Cynthia Cox, varaforseti Kaiser Family Foundation, gerði fyrir Washington Post.“

Þetta er framhald af erfiðri þróun sem hefur komið fram á síðasta ári. Eftir því sem tíðni bólusetninga hefur aukist og ný afbrigði litið dagsins ljós hefur hlutfall dauðsfalla fólks sem er bólusett verið að aukast jafnt og þétt. Í september 2021 voru bólusettir einstaklingar aðeins 23 prósent dauðsfalla vegna kórónuveirunnar. Í janúar og febrúar á þessu ári var hlutfallið allt að 42 prósent samkvæmt samstarfsmönnum okkar Fenit Nirappil og Dan Keating.

„Við getum ekki lengur sagt að þetta sé faraldur hinna óbólusettu,“ sagði Cynthia Cox, varaforseti Kaiser Family Foundation, sem framkvæmdi greininguna fyrir Washington Post.

Helstu heilbrigðisfulltrúar hafa ítrekað hvatt Bandaríkjamenn til að klára fyrstu bólusetningar sínar og fá örvunarskammt til að hámarka svörn gegn COVID-19.

Hvað með Ísland?

Fréttin hefur í nokkurn tíma reynt að fá upplýsingar um bólusetningastöðu þeirra sem látist hafa af Covid hér á landi. Landlæknisembættið upplýsti fyrir stuttu að embættið hefði ekki lengur aðgang að þessum upplýsingum.

Í maí sl. fékk Fréttin.is tölur yfir Covid andlát eftir bólusetningastöðu frá landlæknisembættinu þar sem sundurliðunin var: Óbólusettur, Tvær sprautur, Þrjár sprautur.

Sérstaklega hafði þó verið óskað eftir því að sundurliðunin innihéldi einnig liðinn Engin sprauta. Kjartan H. Njálsson aðstoðarmaður landlæknis staðfesti þó í svari sínu að „skilgreining sóttvarnalæknis væri nokkuð einföld. Óbólusettir væru þeir sem ekki hafa fengið sprautu.“

Aftur á móti kom síðar fram í svari Kamillu S. Jósefsdóttur hjá embættinu að óbólusettir væru þeir sem hafa alls engar bólusetningar fengið EÐA fengið bólusetningu innan við 14 daga frá því að þeir fengu fyrstu bólusetningu þegar þeir greinast með COVID-19. Hildur Helgadóttir formaður farsóttarnefndar staðfesti einnig símleiðis að þeir sem fengið hafa eina sprautu flokkist líka sem „óbólusettir“. Gera má ráð fyrir að þessar skilgreiningar séu alþjóðlegar, samkvæmt ráðleggingum WHO, og að þeir sem hafi verið búnir að fá eina sprautu eða 14 dagar ekki liðnir frá sprautunni hafi verið skráðir sem „óbólusettir“ við Covid andlát.

Landspítalinn hefur þó orðið við ósk Fréttarinnar um að taka saman upplýsingar um bólusetningastöðu þeirra sem látist hafa af Covid sem miðast við sprautufjölda og er samantektin væntanleg í næstu viku. 

Grein Washington Post má lesa hér í opinni útgáfu.

https://twitter.com/FecundStench/status/1596235465044156416

6 Comments on “Washington Post: Meirihluti þeirra sem látast af Covid eru bólusettir”

  1. Það þarf að fara varlega með að vitna í Washington Post (WaPo) sem heimild, því blaðið er búið að vera í eigu og rekstri bandarísku CIA leyniþjónustunnar allt frá árinu 1971.

    Þeir sem vilja kynna sér sögu blaðsins þar til hún gekk endalega úr greipum fjölskyldunnar á þægilegan hátt , geta horft á nýlegu Spielberg kvikmyndina „The Post“ (2017) þar sem Meryl Streep lék Katherine Graham, útgefanda blaðsins og Tom Hanks var í hlutverki ritstjórans. Kvikmyndinni lýkur með því þegar Graham neyðist til þess að setja WaPo á hlutabréfamarkað, þar fáir sem engir eru spenntir fyrir kaupunum, og þaðan liggur svo leiðin rakleiðis í krumlurnar á CIA, sem reynir ekki lengur að þræta fyrir að þar hafi hún töglin og hagldirnar.

    Þeir sem trúa því samt sem áður að slíkt öflugt eignarhald sé bara af hinu góða, og fréttirnar í WaPo séu enn bæði traustar og trúverðugar, þurfa að leita hið snarasta til síns trúnaðarlæknis og láta hann bæta í lyfjaskammtinn sinn.

  2. „Við getum ekki lengur sagt að þetta sé faraldur hinna óbólusettu,“ sagði Cynthia Cox …

    En við getum allavega sagt að hin svonefndu bóluefni virka ekki raskat. Nema síður sé.

  3. Björn en þetta er skv. greiningu fyrirtækisins Kaiser, þ.e.a.s þeir gerðu greininguna.

  4. Sæl Þórdís,
    Þið Frétta-systur verðið að vakna upp af blundinum væra og taka ykkur saman í andlitinu:
    WaPo mundi ekki birta NEITT ef það þjónaði ekki þeirra eigin hagsmunum og vissra annarra.
    Allar slíkar FOUNDATIONS, sem nú skipta hundruðum, þar á meðal Bill- og Melinda Gates, eru glæpafyrirtæki, sem svífast einskis, þar með talið að fórna hundruðum og þúsundum mannslífa í eigin þágu.

    Hér kemur skilgreining þessarar Kaiser stofnunar á sjálfri sér:

    „A leader in health policy analysis and health journalism, KFF is dedicated to filling the need for trusted information on national health issues. KFF (Kaiser Family Foundation) is a nonprofit organization focusing on national health issues, as well as the U.S. role in global health policy“.

    NONPROFIT ORGANIZATION á heilbrigðissviði á landsvísu? Og að efla hlutverk Bandaríkjanna á því sviði HEIMSVÍSU.

    Virkilega?

    Hvað þarf þetta að vera miklu augljósara heldur en að þessi óþverrasamtök tóku virkan þátt í þróun og útbreiðslu kóvítisins?

    Þið vitið vonandi að undirbúningur næstu umferðar er nú í fullum gangi, og við getum treyst því að WaPo mun greina skilvíslega frá því þegar sá „faraldur brýst út“ þegar þar að kemur.

  5. The Malthusians eru búnir að framkvæma sína general prufu. Hvað kemur næst?

  6. Mikið rétt Björn, en CIA á miklu fleiri fyrirtæki en fólk heldur td. Goggle, FaceBook, Microsoft, Hollywood og fleiri og fleiri fyrirtæki sem eingin veit um þeir eru eins og kolkrabbi með angana út í allar áttir, það versta er að sú stofnun er algjörlega sjálfstæð og þarf ekki að upplýsa neinu sem þeir gera né útskýra hvert fjármagnið fer sem þeir mjólka út úr okkur, mesta glæpastofnun sem hefur nokkur tímann verið í okkar lífs tíma

Skildu eftir skilaboð