Flugþjónn fékk hjartaáfall í miðju flugi og lést

frettinErlentLeave a Comment

Flugþjóninn Yasser Saleh Al Yazidi fékk hjartaáfall í flugi Gulf Air GF-19 sem fór frá alþjóðlega flugvellinum í Bahrain klukkan 01:40 á þriðjudag og átti að lenda á Charles de Gaulle flugvllinum í París. Flugmenn Airbus þotunnar neyddust til að nauðlenda í Erbil í Kúrdistan-héraði í Írak svo Yasser kæmist undir læknishendur.

Læknateymi tók á móti vélinni sem flutti flugliðann strax á nærliggjandi sjúkrahús. Hann var úrskurðaður látinn við komuna þangað.

Flugvélin var í 34.000 feta hæð yfir Írak þegar Yasser veiktist, sagði forstjóri Erbil flugvallarins, Ahmed Hoshyar, í samtali við íraska fjölmiðla.

Flugfélagið Gulf Air vottaði fjölskyldu og ástvinum áhafnarmeðlimsins sína dýpstu samúð og staðfesti að flugið hafi haldið áfram til Parísar eins og áætlað var eftir um fjögurra tíma stopp í Írak.

Í síðustu viku lést einnig flugmaður American Eagle, dótturfélags American Airlines, í flugi. Hann hneig niður í flugtaki á Chicago O’Hare alþjóðaflugvellinum á leið til Columbus, Ohio.

Skildu eftir skilaboð