Eftir Arnar Sverrisson:
Vafalítið er forseti Rússlands (sem sumir halda, að enn séu Ráðstjórnarríkin, sem létust fyrir aldurfjórðungi síðan) meðal hötuðustu manna á Vesturlöndum. Því er í síbylju spáð, að tími forsetans sé kominn, að hann sé um það bil að geipsa golunni sökum veikinda eða að landar hans gefi honum langt nef.
Fréttastofa RÚV, sem er iðin við þann kolann – og gersamlega blygðunarlaus – flutti frétt af fundi leiðtogans með mæðrum drepinna hermanna, þar sem einmitt er látið liggja að gífurlegum óvinsældum hans. (En flutti þó ekki fréttir af svipuðum atburði í Úkraínu, samkvæmt þeim fréttaflutningslögmálum, sem gilda á þeim bæ.)
Sergei Lavrov, utanrikisráðherra, fær reyndar einnig að finna til tevatnsins á RÚV. T.d. lét Bogi Ágústsson þá skoðun í ljósi, að nóg væri komið af bulli þess manns.
En eins og allir vita, er varla nokkuð að marka fréttir, sem frá alþjóðlegum fréttaveitum kemur, og eru lesnar upp í meginstraumsmiðlum Vesturlanda. Það sama má um fréttir Úkraínumanna og Rússa segja.
Þó gerðust þau undur og stórmerki, að niðurstöður nýlegra kannanna, af rússneskum og bandarískum toga, gáfu svipaða niðurstöður eins og átti á sínum tíma við um viðhorf íbúa Krímskaga til aðildar að rússneska ríkjasambandinu.
Vladimir hefur tapað trausti á sumum sviðum. Tengsl við Evrópusambandið og Bandaríkin eru þar á meðal. Traustið er að jafnaði um um 70%, heldur læra en traust til forystu hans í Úkraínudeilunni, sem hefur lækkað niður í 63%. En landsmenn Vladimir eru ánægðir með Kínastjórnmál ríkisstjórnarinnar. Heil 90% lofa þau. Spillingarmálin eru á hinum enda stigans eins og við mátti búast. Þar fellur traustið niður í 49%, og harla fáir trúa því, að Vladimir sé saklaus af henni.
En þegar öllu er á botninn hvolft bera um 80% landsmanna almennt traust til þessa voðamennis.
Traust er víða á hverfanda hveli hjá fjandmönnum Rússa líka. Þeir sprengja í tætlur eigur hvers annars, stunda hryðjuverk. (Stríðsyfirlýsing hefði það einhvern tíma verið kallað.) Þeir hlunnfara hvern annan, sitja á svikráðum í viðskiptum, skjóta eldflaugum hver á annan og reyna hallarbyltingar hver hjá öðrum. Ég hef ekki rekið augun í „traustsmælingar“ af þeim vettvangi.
Tilvísarnir með grein Arnars má sjá hér.
7 Comments on “Voðamennið Vladmir Putin”
Enn og aftur sjáið þið flísina í augum RUV enn ekki bjálkann á DV og Vísi í fréttaflutingi þessum atburðum?
Dv og Vísir eru mesta ruslfóður sem finnst í blaðamennsku!
Maður hefur meiri áhyggjur af þessari ÞKRG (nenni ekki að skrifa alla strolluna) sem gapir ofan í kok hvar sem hún kemur þessa dagana, gefur út hástemmdar yfirlýsingar þvers og kruss í allar áttir, skuldbindur Ísland til þess að styðja við bakið á hvaða vonlausu baráttumarkmiðum sem er, og tekur hikstalaust í spaðann á varmenninu Zelensky, sem er að springa úr hlátri yfir nokkrum slíkum einfeldningum sem komnir eru í heimsókn til hans í Kænugarði.
Manneskjan er bersýnilega með Messíasarkomplex á háu stigi, sem passar ekki beinlínis við það að gegna stöðu utanríkisráðherra, þar sem gullna reglan er ætíð sú að fara sér hægt og gæta vel orða sinna, því eins og allir diplómatar vita, þá geta gífuryrði komið manni í koll fyrr en varir.
Nú vill svo til að á undanförnum dögum hefur þessi manneskja einmitt látið frá sér fara slík gífuryrði gegn bæði Íran og Rússlandi, sem eru nánast einu ríkin sem eru ennþá aflögufær með eldsneytisvörur á heimsmarkaði, og hvað Ísland varðar, einkum díselolíu sem nánast allur fiskiskipa- og flutningabílaflotinn gengur fyrir.
Er ekki kominn tími til að grípa til vissra hrókeringa í ríkisstjórn, sem oft gáfust vel við svipaðar aðstæður hér á landi á árum áður?
,,frétt af fundi leiðtogans með mæðrum drepinna hermanna ..“
Drepinna hermanna?
Eða fallinna hermanna?
Það tvennt er ólíkt.
https://helpukraine.is/is/volunteering/donate-money/
https://www.youtube.com/watch?v=8QVDWt3OBJc
Ári Óskarsson. Ef eitthvað fær tugi þúsunda áhorf á YouTube, um stríð glóbalistanna, þá er réttast að kalla það falsfréttir.
Ég heiti reyndar Ari enn ekki Ári 😉
Þessar fréttir eru ekki fluttar á íslensku miðlunum, spáið í því að það er enginn áhugi fyrir því að tala við þessa aðila
hvað haldið að muni gerast ef Scott Ritter eða Douglas Macgregor kæmu í viðtal í Kastljósinu eða Silfri Egils!
Sannleikurinn er ekki vinsæll hjá glóbalistunum, hjá þeim snýst þetta meira um að stýra hjörðinni svo allir gelti í sömu áttina. Í Evrópu virðist það sennilega hvað auðveldast að stýra íslensku hjörðini sennilega vegna meðvirkni, fáfræði og hræðslu við viðskiptaþvínganir.
Ísland úr NATO!