Eldur kviknaði í bifreiðum lífvarða Bandaríkjaforseta

frettinErlentLeave a Comment

Eldur kom upp í fimm bifreiðum sem höfðu verið leigðar fyrir lífverði Bandaríkjaforseta yfir Þakkargjörðarhátíðina. Atvikið átti sér stað daginn eftir að hann yfirgaf eyjuna Nantucket þar sem hann dvaldi yfir hátíðina.

Bifreiðarnar voru leigðar af bílaleigunni Hertz til að flytja forsetann og fjölskyldu hans og kviknaði í fimm þeirra á bílastæði, samkvæmt myndefni sem Nantucket Current náði fyrst. Engan sakaði.

Myndband sýnir slökkviliðsmenn sprauta á rjúkandi leifar af vélabúnaði eins ökutækisins. Bílarnir fimm voru meðal annars Chevy Suburban, Ford Explorer, Infiniti QX80, Ford Expedition og Jeep Gladiator.

Bifreiðunum var lagt á Nantucket flugvellinum og að sögn heimildarmanna breiddist eldurinn út í aðeins 40 feta fjarlægð frá þotueldsneytisgeymum stöðvarinnar. Ekki er vitað hvað olli eldinum. Fox News leitaði til Hvíta hússins til að fá upplýsingar en fékk ekki svar.

Boston.com.

Skildu eftir skilaboð