Bandaríkjaþing samþykkti að hætta skyldubólusetningum: Aðeins sjö demókratar sögðu já

frettinBólusetningar, Erlent, StjórnmálLeave a Comment

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiddi á þriðjudag atkvæði um lagafrumvarp sem mun binda enda á COVID-19 skyldubólsetningu Biden-stjórnarinnar fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Atkvæðagreiðslan um frumvarpið „Frelsi fyrir heilbrigðisstarfsmenn“ var samþykkt með  227 atkvæðum gegn 203. Aðeins sjö demókratar greiddu atkvæði með frumvarpinu, en allir repúblikananar, eða 220 talsins.

Eftir þriggja ára COVID fár vildi meirihluti demókrata ekki enda skyldubólusetningar heilbrigðisstarfsfólks með „bóluefnum“ sem ekki hindra smit, ekki veikindi og ekki dauða, en hafa þess í stað valdið fjölda aukaverkana.

„Hin óvísindalega, siðlausa COVID-19 bóluefnaskylda heilbrigðisstarfsmanna sem er þvert á stjórnarskrána var byggð á lygum sem ég afhjúpaði hér í þinginu,“ sagði þingmaður repúblikana Thomas Massie (R-KY).

Það var repúblikaninn Jeff Duncan (R-SC) sem lagði fram frumvarpið.

Skildu eftir skilaboð