Alríkisdómari í Kaliforníu hefur tímabundið hindrað gildistöku nýrra laga í ríkinu sem leyfa eftirlitsstofnunum að refsa læknum fyrir að dreifa „röngum eða villandi upplýsingum“ um Covid-19 bólusetningar og læknismeðferðir á sjúklingum sínum.
Lögunum, sem Gavin Newsom ríkisstjóri undirritaði á síðasta ári, var ætlað að taka á „öldu rangra upplýsinga í heimsfaraldrinum.“ Og samkvæmt lögunum átti að vera heimilt refsa læknum sem veita sjúklingum „rangar upplýsingar“ um Covid-19.
Þrátt fyrir að orðalag laganna hafi verið þröngt, úrskurðaði dómarinn, William B. Shubb, við héraðsdóm Bandaríkjanna í Austur-umdæmi Kaliforníu, að skilgreiningar á röngum upplýsingum og það hvernig framfylgja ætti lögunum samkvæmt stjórnarskránni væri óljóst.
Dómsmálið er eitt af tveimur lagalegum áskorunum sem nú liggja fyrir, fyrst sinnar tegundar í Bandaríkjunum þar sem reynt er að taka á vandamáli sem landlæknir Bandaríkjanna, bandaríska læknafélagið (AMA) og fleiri hafa sagt að hafi kostað óþörf veikindi og mannslíf.