Kaldasti janúarmánuður á þessari öld

frettinLoftslagsmál, VeðurLeave a Comment

Trausti Jóns­son­ veður­fræðings segir í bloggfærslu að janúar sem var að líða sé kald­asti janú­ar­mánuður ald­ar­inn­ar á landsvísu. Síðast var kald­ara í janú­ar 1995.

„Kuldanum var nokkuð mis­skipt eft­ir lands­svæðum,“ segir Trausti, „en janúar var sá kald­asti á öld­inni  á Suður­landi, við Faxa­flóa, Breiðafjörð, á Strönd­um og Norður­landi vestra, en raðast nærri meðal­mánuði á Aust­ur­landi að Glett­ingi þar sem hann er í 15. hlýj­asta sæti.“

En þrátt fyr­ir þetta er kuld­inn ekki næstum eins af­brigðileg­ur og hann var í des­em­ber sl. Hiti í janú­ar var 0,7 stig­um und­ir meðallagi ár­anna 1931-2010. Í des­em­ber var hitinn 3,6 stig­um und­ir meðallagi.

En þó janú­ar hafi verið sá kald­asti á þess­ari öld, hefði hann fyr­ir aðeins þrett­án árum talist í meðallagi samaborið við meðal­hita­stig síðustu fimm­tíu ára þar á und­an. Það er  því ekki fyrr en hann er borinn saman við hlý­indi ald­ar­inn­ar að hann telst kald­ur. Fyr­ir hundrað árum síðan hefði hann líka þótt í meðallagi, og þá vantaði ekki mikið upp á að hann teld­ist hlýr, segir Trausti.

Upphaflegar hitamælingar ekki í samræmi við núverandi mælingar Veðurstofunnar

 Í þessu sambandi er vert að benda á úttekt Friðriks Hansen Guðmundssonar verkfræðings.

Friðrik fór fyrir tveimur og hálfu ári síðan  inn á Þjóðskjalasafnið og náð þar í PDF útgáfu af tímaritinu Veðráttan sem Veðurstofa Íslands gaf út frá árunum 1924 til 2005. Þar er að finna upprunalegu hitamælingarnar sem safnað var saman á veðurstöðvum um land allt á þessum árum.

Hann sló inn þessar hitamælingar fyrir nokkrar veðurstöðvar og birti sem línurit á Facebook og sagði:

„Þessar upphaflegu hitamælingar eru ekki í samræmi við þær hitamælingar sem í dag er að finna á heimasíðu Veðurstofu Íslands. Veðurstofan hefur breytt öllum þessum hitamælingum í þeim tilgangi að sanna tilgátuna um hlýnun jarðar af mannavöldum. Það sést glöggt því þær breytingar sem Veðurstofan gerir á þessum mælingum eru allar á einn veg, hitastigsmælingar gerðar fyrir miðja síðust öld, þær mælingar eru lækkaðar þannig að það líti út fyrir að það sé hlýrra nú en var fyrir 100 árum.“

Fréttin sendi fyrirspurn á Veðurstofuna sem sendi þetta svar.

Skildu eftir skilaboð