Hagnaður olíurisans Shell jókst í 39,9 milljarða dala árið 2022 vegna hækkandi olíuverðs frá því að stríðið í Úkraínu hófst.
Tölurnar sýnda mesta hagnað fyrirtækisins í 115 ára sögu þess og fór hann fram úr væntingum sérfræðinga í faginu. Þessi mikli hagnaður á sér stað á sama tíma og fleiri og óvæntir skattar hafa verið lagðir á olíuframleiðendur, sem hafa notið góðs af hækkandi olíuverði.
Árstekjur bandarísku olíufyrirtækjanna Exxon Mobil og Chevron eru einnig sögulegar, og búist er við samanlögðum hagnaði upp á tæpa 200 milljarða dollara á árinu, samkvæmt upplýsingum frá greiningarfyrirtækinu Refinitiv.