Stjórnandi hjá Pfizer lýsir áhyggjum af frjósemi kvenna eftir Covid sprauturnar

frettinCovid bóluefni, Frjósemi, Þorsteinn SiglaugssonLeave a Comment

Eftir Þorstein Siglaugsson - greinin birtist fyrst á substack.com 

Ég var að vonast til að þessu væri lokið, en rétt í þessu kom ný upptaka frá Project Veritas með Jordon Trishton Walker.

Hér viðurkennir hann skaðsemi bóluefnanna á tíðahring og meðgöngu kvenna, nokkuð sem margir vísindamenn hafa áður haft áhyggjur af og verið ritskoðaðir og þaggað niður í fyrir vikið: „Bóluefnið ætti ekki að hafa þessi áhrif, svo við vitum í rauninni ekki hvað er að gerast,“ segir Walker.

Hann heldur áfram: „Ég vona að við komumst ekki að því að einhvern veginn sitji þetta mRNA áfram í líkamanum því það þarf að eiga sér stað til að það hafi áhrif á hormónana sem stýra tíðahringnum. Já, eða að öll næsta kynslóð fari til fjandans. Gætirðu ímyndað þér hneykslið? Guð minn góður. Ég myndi taka Pfizer af ferilskránni minni.“

Og núna viðurkennir Walker að nú þegar sé verið að gera tilraunir með breytingar á veirunni sem hann lýsti upphaflega þannig að þar væri aðeins um áætlanir að ræða: „Já, þeir eru enn að gera þessar tilraunir, en það virðist miðað við það sem ég hef heyrt að þeir séu að fínstilla þetta, en þeir fara varlega vegna þess að allir eru mjög varkárir. Auðvitað viltu ekki flýta þér of mikið, en ég held að þeir séu líka bara að reyna að gera þetta í rannsóknarskyni vegna þess að þú vilt augljóslega ekki auglýsa að þú sért að reyna að sjá fyrir framtíðarstökkbreytingar.“

Að lokum segir hann: „Mín skoðun er bara sú að ef það er eitthvað athugavert við bóluefnið, þá mun fólk augljóslega gagnrýna þrýstinginn, því það var mikill félagslegur þrýstingur, þrýstingur frá stjórnvöldum og þrýstingur frá vinnuveitenda á að fólk léti bólusetja sig. Ég varð að láta bólusetja mig, annars hefði ég verið rekinn. Ef eitthvað slæmt kemur út úr þessu, eitthvað verulega slæmt, þá yrði það gríðarlegt hneyksli.“

Þetta verður bara verra og verra. Og þögnin er yfirþyrmandi. Eftir þetta, sama hversu fyrirlitlegur einstaklingur Walker virðist vera, þá verður hann í bænum mínum. Því nú óttast ég um líf hans.

Hér má sjá upptökuna:

Skildu eftir skilaboð