Fréttir

Áróðursdreifararnir Reuters og AP

frettinÁróður, Fjölmiðlar, Hildur Þórðardóttir1 Comment

Í aðdrag­anda lengri dval­ar í Mið-Aust­ur­lönd­um haustið 2016 hafði ég sam­band við nokkra fréttamiðla hér á landi til að kanna hvort þá vantaði ekki tengil á svæðinu sem gæti sent þeim frétt­ir. Þeir afþökkuðu all­ir. Íslensk­ir miðlar fá nefni­lega all­ar er­lend­ar frétt­ir sín­ar frá frétta­veit­un­um AP og Reu­ters og þurfa ekki fólk í út­lönd­um.

Eft­ir­far­andi er út­drátt­ur úr skýrslu Swiss Policy Rese­arch frá 2016 – „the Propag­anda Multiplier“, sem á ís­lensku gæti út­lagst áróðurs­dreifar­inn.

Sá sem vill koma vafa­samri sögu á kreik þarf ekki að gera annað en að koma henni að hjá ein­hverri þess­ara virðulegu frétta­veitna [Reu­ters, AP, AFP], þá fylgja hinar í kjöl­farið og síðan all­ur hinn vest­ræni heim­ur. Virðing­in sem þess­ar veit­ur njóta er slík að þær eru hafn­ar yfir all­ar efa­semd­ir.

Þeir sem nýta sér þetta óspart eru hernaðar- og varn­ar­málaráðuneyti Banda­ríkj­anna. Tom Curley, fyrr­ver­andi for­stjóri frétta­veit­unn­ar AP, sagði að hjá Pentagon störfuðu um 27.000 áróðurs­meist­ar­ar með 5.000 millj­arða doll­ara á ári til að spila með fjöl­miðla og búa til og dreifa áróðri. Hann sagði líka að hátt­sett­ir hers­höfðingj­ar hefðu hótað að eyðileggja fer­il hans og frétta­veit­unn­ar ef fjallað yrði um her­inn og NATÓ á óþægi­leg­an máta.

Þess­ir áróðurs­meist­ar­ar vita ná­kvæm­lega hvernig best er að spila með til­finn­ing­ar al­menn­ings og vekja hat­ur gegn óvin­um NATÓ hverju sinni og frétta­veiturn­ar gera þeim kleift að dreifa sög­um af vill­andi at­b­urðarás. Í þessu upp­lýs­inga­stríði eru áróðurs­meist­ar­arn­ir al­veg jafn mik­il­væg­ir og sprengjuflug­menn­irn­ir.

Í Sýr­lands­stríðinu var oft vitnað í sýr­lensku mann­rétt­inda­stofn­un­ina (Syri­an Observatory for Hum­an Rights). Hin svo­kallaða stofn­un var í raun einn maður í London sem áfram­sendi „frétt­ir af víg­stöðvun­um“ frá áróðurs­meist­ur­un­um til frétta­veitn­anna. Þaðan tóku vest­ræn­ir fjöl­miðlar „frétt­irn­ar“ upp og dreifðu til heims­byggðar­inn­ar. Aldrei var spurt hver fjár­magnaði her­leg­heit­in.

Fyrr­ver­andi CIA-maður, John Stockwell, sagði frá vinnu sinni í tengsl­um við stríðið í Angóla: „Aðal­atriðið var að láta þetta líta út eins og óvina­árás. ... Þriðjung­ur starfs­manna minna var áróðurs­meist­ar­ar og starf þeirra var að semja sög­ur og finna upp leiðir til að koma þeim í ein­hvern fjöl­miðil. ... Rit­stjórn­ir vest­rænna fjöl­miðla ve­fengja ekki svo gjarn­an skila­boð sem passa við al­menn viðhorf og for­dóma. ... Svo við bjugg­um til aðra sögu og hún dugði í marg­ar vik­ur. ... En þetta var allt upp­spuni.“

Fred Bridg­land, fyrr­ver­andi stríðsfrétta­rit­ari fyr­ir Reu­ters-veit­una, sagði: „Við byggðum skýrsl­ur okk­ar á op­in­ber­um til­kynn­ing­um (comm­un­iqués). Það var ekki fyrr en mörg­um árum síðar að ég frétti að CIA-sér­fræðing­ur um upp­lýs­inga­óreiðu hefði setið í banda­ríska sendi­ráðinu og samið all­ar þess­ar til­kynn­ing­ar sem áttu ekk­ert skylt við raun­veru­leik­ann. Í raun er hægt að senda út hvaða drasl sem er og það mun rata í fjöl­miðla.“

Um­fjöll­un um stríð og átök er oft yf­ir­borðskennd og handa­hófs­kennd því veiturn­ar eru treg­ar til að bæta nokkru sam­hengi í frétt­irn­ar. Ekki er fjallað um átök­in í sögu­legu sam­hengi eða í sam­hengi við annað sem ger­ist á sama svæði á sama tíma og hef­ur bein áhrif á at­b­urðarás­ina. Sumt birt­ist aldrei í frétt­um og annað er mjög áber­andi þótt það ætti ekki að vera það. Til dæm­is fá at­b­urðir og sjón­ar­horn sem ekki passa inn í NATÓ/​banda­ríska áróður­inn enga um­fjöll­un.

Í gegn­um þessa áróðurs­dreifara [frétta­veiturn­ar] rata vafa­sam­ar sög­ur frá al­manna­tengl­um á veg­um hins op­in­bera, hers­ins og leyniþjón­ust­anna, beint til al­menn­ings, órit­skoðað og án heim­ildatékks. Blaðamenn vísa í frétta­veiturn­ar og frétta­veiturn­ar vísa í sína heim­ild­ar­menn. Þótt þeir stund­um reyni að draga úr með orðum eins og „lít­ur út fyr­ir“ og „meint­ur“ hef­ur orðróm­ur­inn breiðst út til heims­ins og hlut­verk­inu er náð.*

Ef all­ar frétt­ir frá Sýr­landi komu óbeint frá CIA í gegn­um eins manns stofn­un í London, óra­vegu frá raun­veru­leg­um átök­um, og all­ar frétt­ir frá Angóla upp­spuni og lygi, er þá ekki allt eins lík­legt að all­ar frétt­ir frá Úkraínu­stríðinu séu upp­spuni frá áróðurs­meist­ur­um CIA með þann eina til­gang að rétt­læta vopna­sölu til Úkraínu og byggja upp hat­ur gegn Rússlandi? Ljóst er að flest mynd­efni þaðan er til­bún­ing­ur, tekið af öðrum stríðshrjáðum svæðum eða jafn­vel úr tölvu­leikj­um. Til dæm­is mynd­in af ónýtu bygg­ing­unni sem fylg­ir frá­sögn­um af spreng­ing­um í Lviv; bygg­ing­in var í Do­netsk og sprengd af Úkraínu­mönn­um 14. mars sl. Önnur mynd sem fylgdi sam­bæri­legri frétt um spreng­ing­ar í Khar­kov var frá Beirút, eft­ir að stóri geym­ir­inn sprakk þar við höfn­ina. Ég veit það því ég hef verið þar.

Fjöl­miðlar nefna ein­göngu frétta­veiturn­ar sem heim­ild og því er ómögu­legt fyr­ir al­menn­an les­anda að sjá hvaðan frétt­in raun­veru­lega kem­ur. Það sem þeir halda að sé sann­leik­ur­inn er oft­ar en ekki upp­spuni og áróður. Þess vegna er svo mik­il­vægt að fólk vakni og geri sér grein fyr­ir því að heim­ur­inn er alls ekki eins og fjöl­miðlar vilja vera láta.

* htt­ps://​swprs.org/​the-propag­anda-multiplier/

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. febrúar 2023

One Comment on “Áróðursdreifararnir Reuters og AP”

  1. Bingó, þetta er einmitt ein stærsta meinsemd hins vestræna heims í dag þar sem almenningi er stjórnað með „réttum“ upplýsingum. Sumir, sem hafa nennu og getu til að kynna sér málin frá fleiri hliðum og uppsprettum eru löngu búnir að sjá i gegnum þetta. Þessar alþjóðlegu „fréttaveitur“ áróðurs meistarana er notaðar til að gera út um menn og málefni eins og herrar meistarana segja til um. Flest ef ekki allt virðist vera til að hygla Amerísku stríðsvélinni og bandamönnum, lyfjarisunum eða öðru sem heldur uppi efnahag og heimsvaldastefnu BNA. Þekkt fólk sem getur ógnað Þessu valdatafli og braski með heimsbyggðina er umsvifalaust fíflað upp og merkt sem öfgafólk af sömu miðlum, flestir miðlar vestræna þjóða endurvarpa svo áróðurnum þegjandi og hljóðalaust í fullkomnu trausti, algjörlega gagnrýnislaust.

Skildu eftir skilaboð

Um Fréttina

Fréttin er óháður fréttamiðill sem fjallar um málefni líðandi stundar bæði innanlands og utan. Við fordæmum þöggun og skoðanakúgun, tjáningafrelsið er hornsteinn lýðræðislegs samfélags.

Ertu með áhugaverða frétt eða grein?