Eftir Hall Hallsson
Rússneska Orthódox Kirkjan bannfærði bolsévika í febrúar 1918 og setti útaf sakramenti; þiggja líkama og blóð Jesú Krists fyrir altari. Tikhon pataríaki leiðtogi kirkjunnar kallaði bolsévika skrímsli og satanista. „Brjáluðu menn, takið sönsum, stöðvið brjáluð fjöldamorð. Þið eruð ekki bara grimmir, gjörðir ykkar eru satanískar. Þið brennið í helvíti og verið fordæmdir af komandi kynslóðum,” sagði patríakinn. Yfirlýsing Tikhon var andsvar við ofsóknum og morðum bolsévika og markaði upphaf andstöðu kirkjunnar gegn guðlausu ríki kommúnista. Fyrsti píslarvotturinn var prestur að nafni Ionn Kochurov leiddur fyrir aftökusveit í útjarði Sánkti Pétursborgar. Vopnaðir byltingarmenn höfðu og ráðist á einn helgasta stað Rússlands, Alexander Nevsky Lavra klaustrið ásamt dómkirkju í Sánkti Pétursborg, drepið prestinn Petr Skipetrov með skoti í munn og handtekið Prokopiy biskup. Pétur mikli hafði látið reisa hinn helga stað 1710 til minningar um Alexander Nevsky prins sem leiddi Rússa til sigurs á Svíum 1242 í bardaganum á ísnum; Ledovoye poboishche sem markaði fullnaðar sigur orthódox trúar í Rússlandi og batt endi á sókn „vestrænnar kaþólsku“ inn í Rússland. Tveimur árum áður hafði Hákon gamli Hákonsson Noregskonungur í bandalagi við kaþólsku kirkjuna brennt klaustrið í Niðarósi og drepið Skúla jarl Bárðarson þegar hann flúði eldhafið. Hákon gamli hafði og sent flugumenn á eftir Snorra Sturlusyni til Íslands með skipun um að drepa skáldjöfurinn. Kaþólska hafði tekið yfir Skandinavíu ásamt eyjum út við ysta haf. Enn í dag lúta eyjarnar norrænum vinum í Skandinavíu.
Tikhon patríaki greindi stöðuna rétt. Hin nýju Sovétríki voru sköpun satanista sem jafnan eiga greiða leið að guðlausum almúga. Þetta er hin eilífa barátta góðsku og illsku. Guðlaus almúgi er varnarlaus gagnvart eiturtungu Satans og verður jafnan hjörð rekin í réttir. Daginn eftir yfirlýsingu Tikhon gáfu bolsévikar út tilskipun um ”...aðskilnað ríkis og kirkju”. Bolsévikar tóku yfir kirkjur og klaustur og færðu guðlausu ríkisvaldi. Drottni var úthýst af ríkisvaldi sem breyttist í óseðjandi skrímsli. Í árslok 1922 fékk hið nýja rússneska ríki nafnið Sovétríkin. Karl Marx sagði: „Trúarbrögð eru ópíum fólksins.“ Valdimir Lenin sagði: „Allt trúar flangs, hver hugmynd um Guð, allt daður við Guð er viðurstyggileg illkynja sýking.” Kommúnistar sögðu: „Drepum borgara og böðla þeirra. Lengi lifi Rauð skelfing.“ Mark Twain sagði: „Sagan fer ekki í hringi heldur rímar.“ Dómur sögunnar hefur ekki farið mildum höndum um Lenín, Stalín og þeirra sporgöngumenn.
Ofsóknir gegn trúuðum
Ráðist var á kirkjur og klaustur vítt og breitt um Rússland. Kirkjunnar menn voru drepnir í þúsundavís. Tikhon patríaki hvatti trúaða til iðrunar og bæna. Andstaða fælist í mætti trúar og bænar sem stöðvaði geggjun og ofsóknir: „Þeir hafa engan rétt til að kalla sig talsmenn framfara,“ sagði patríarkinn sem var ítrekað handtekinn og pyntaður. Árið 1923 gaf Tikov út yfirlýsingu þar sem hann lýsti því yfir að hann væri „...ekki óvinur sovéskra stjórnvalda.“ Áfram héldu þeir þó að ofsækja Tikhov þar til hann lést í mars 1925. „Ef það gagnast kirkjunni, þá má afmá nafn mitt af spjöldum sögunnar,“ sagði Tikov. Ofsóknir héldu áfram undir slagorðum byltingar öreiganna. Á fimm ára tímabili 1918-1923 voru 28 biskupar líflátnir, þúsundir presta, munka og tíu þúsund trúaðir. Trúaðir voru mun fjölmennari en kommúnistar í Rússlandi, við því var brugðist. Hinir nýju herrar stofnuðu „Lifandi kirkju“ sem viðurkenndi og studdi kommúnista í Kreml. Orwellskt tungutak komið fram strax í upphafi byltingar.
Klerkar „andsovéskir“
Sýndarréttarhöldin í Moskvu hófust 1937 jafnhliða holskeflu ofsókna gegn trúuðum. Þrátt fyrir linnulausan áróður og ofsóknir þá kváðust 56.7% Sovétmanna þá vera trúaðir. Í framhaldi af því voru klerkar lýstir „andsovéskir“. Síðla árs 1937 voru 31.359 kirkjunnar menn handteknir, þar af voru dæmdir til dauða 81 biskup, 4.629 prestar og sjö þúsund forystumenn safnaða. Sjötíu og átta þúsund kirkjur voru í Rússlandi 1918. Við upphaf föðurlandsstríðsins, síðari heimstyrjaldar voru þær innan við 400 með rúmlega fimm þúsund þjónandi presta. Innrás nazista 17. júní 1941 sameinaði rússnesku þjóðina. Sergius patríaki lýsti því yfir að með Guðs hjálp yrðu fazistar að ryki; facists will be turned to dust.
Yfirlýsing patríakans var 12 dögum áður en nokkuð heyrðist í Stalín sem hafði fengið taugaáfall og látið sig hverfa í sumarvillu sína; dacha utan Moskvu. Stalín hélt að hershöfðingjarnir sem knúðu dyra í júlí byrjun 1941 væru komnir til að skjóta sig en þeir báðu Stalín að leiða stríðið gegn Hitler. Trúaðir mynduðu herfylki gegn nazistum. Ofsóknum gegn kirkjunni linnti í föðurlandsstríðinu. Ég var í gömlu Stalíngrad 2018 þar sem nazistar voru gersigraðir. Volgograd á Volgubökkum er risa minnisvarði um stríðið. Enemy at the Gate ógleymanleg kvikmynd. Patríakið var endurreist 1943. „Lifandi kirkja“ gaf upp öndina. En ofsóknir hófust á ný. Árin 1948-50 voru um tíu þúsund trúaðir handteknir.
Solzhenitsyn afhjúpaði lygina
Árið 1945 var Aleksandr Solzhenitsyn handtekinn fyrir að skrifa einkabréf til vinar þar sem hann fór hörðum orðum um Stalín. Hann var handtekinn, dvaldi átta ár í fanga- og vinnubúðum í Síberíu, sleppt lausum 1956 og skrifaði smásöguna Dag í lífi Ivan Denisovich; Odin den iz zhizni Ivana Denisovich sem kom út 1962 í tímaritinu Novy Mir; Nýr heimur. Sagan fór eins og eldur sinu um Sovétríkin og var smyglað vestur fyrir Járntjald. Solzhenitsyn afhjúpaði lygi og hræsni Sovétsins; Gulag fangabúðirnar í Síberíu. Einn maður tókst á við lygi alræðis. Þremur áratugum síðar hrundu Sovétríkin sem spilaborg. Solzhenitsyn lést í Moskvu 2008. George Orwell skrifaði Animal Farm um Sovétið og meistaraverkið 1984 sem fóru sem eldur í sinu um Vesturlönd.
Khrústsjov, Brezhnev & Gorbatsjov
Stalín gaf upp öndina 1953 og Nikita Khrústsjov varð leiðtogi. Khrústsjov hélt áfram þvingunum og ofsóknum, trúaðir voru sendir til Síberíu, ekki lengur skotnir. Khrústsjov kallaði stefnu sína „Umbætur Khrútsjovs“ og lofaði að sýna þjóðinni „...síðasta prestinn í sjónvarpi“. Umbætur Khrútsjovs fólust í hreinsunum í kirkjunni, tilnefna kommúnista í stað trúaðra til þess að fylgja stefnu flokksins. Dómkirkjum og helgum stöðum í Moskvu, St. Pétursborg, Krasnoyarsk, Novgorod [Hólmgarður], Orel og Riga var lokað. Trúuðum var lýst sem öfgafólki; fanatics. Þarna var upphaf geimaldar. Youri Gagarín var fyrsti geimfari Sovétríkjanna 1961. Sagt var að Gagarín hefði sagt. „Ég leitaði og leitaði að Guði en fann ekki.“ Orð úr smiðju Kremlar, Gagarín var trúaður. Ghermann Titov fylgdi í fótspor Gagaríns fjórum mánuðum síðar. Titov ferðaðist um Bandaríkin en ekki Gagarín. Á plakati með mynd af Titov geimfara stóð: „Það er enginn guð.“ Khrútsjov var velt úr valdastóli 1964. Stöðnun einkenndi valdatíma Leonid Brezhnev, sem þróaði ofsóknir með því að lýsa andófsmenn geðveika og senda á geðsjúkrahús. Geðlækningar urðu valdatæki. Með perestroiku Mikhail Gorbasjoff um miðjan níunda áratuginn losnaði um heljartök kommúnista og kirkjan tók að ná fyrri stöðu með rússnesku þjóðinni. Ég var í Moskvu 1985 þegar Gorboatsjov hafði bannað vodka við litla hrifningu fólks og á Sjónvarpinu þegar Gorbatsjov hitti Ronald Reagan í Höfða. Sovétríkin hrundu sem spilaborg þegar Jeltsin fór upp á skriðdrekann í Moskvu í ágúst 1991. Höfundar Svartbókar kommúnisma – Le Livre noir du Communisme telja að fórnarlömb helstefnu kommúnisma telji 85-100 milljónir manna þar sem Sovétríkin og Kína voru mikilvirkust.
Sáttargjörð ríkis og kirkju
Nikulás II keisari, eiginkona og fimm börn voru myrt í Yekaterinburg í Úralfjöllum í júlí 1918 en fengu vígða gröf í Sánkti Pétursborg 1998. Það var táknræn sáttargjörð við kristna arfleifð Rússlands. Árið 1994 var Jón Kuchorov lýstur píslarvottur. Árið 2001 var Pétur Skiperov lýstur píslarvottur. Tikhov patríarki teiknaði ekki skrípó heldur kvað skýrt að orði. Hin guðlausa wikipedia segir að reiðir bænamenn hafi tekið á móti sjóurum á vegum félagsmálanefndar bolsévika þegar skotbardagi braust út og prestur var skotinn. Hús okkar, skjól okkar um aldir kristin siðmenning er í stormum okkar tíðar ekki á bjargi heldur sandi ... „Heimskur maður byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“ Jesús Kristur.
Ásamt texta mínum eru heimildir sóttar í Rossiya Segodnya á ensku Russia Today grein rússnesks blaðamanns, Georgii Tkachev: How conflict between the Orthodox Christian Church and the Soviet Union helped define modern Russia: Hvernig ágreiningur kristinnar Orthódox kirkju og Sovétríkjanna hefur átt þátt í að móta Rússland nútímans.
One Comment on “Þegar bolsévikar voru bannfærðir af rússnesku orthódox kirkjunni”
Hallur, þökk fyrir þessa frábæru samantekt þína á 100 ára sögu baráttu góðs og ills, í Rússlandi, Kristindóms og Sósíalisma.
Ríki Guðs stóð af sér öll illviðri þessa langvinna stríðs enda stendur ríki hans á bjargi sem bifast ei.
En Djöfullinn hefur ekki lagt árar í bát. Því nú hefur hann í endurnýjuðum Sósíalisma haslað sér völl og byggt sér nýtt hús, reyndar á sandi, í ríkjum Evrópusambandsins og í Bandaríkjunum, þar sem sama guðleysið ræður nú ríkjum og ríkti í Sovétríkjunum sálugu.
Þau lönd, sem fram að þessu, hafa hlotið meiri blessun, en önnur lönd þessa heims vegna Kristindómsins, hafa nú hafnað frelsara sínum. Þau kölluð sig fyrsta heims lönd, en hvað kallast þau nú í guðleysi sínu?
Vesturlönd hafa blásið til ófriðar við hið kristna Rússland. Gert atlögu að húsi sem grundvallað er á bjargi.
Og við spyrjum að leikslokum.
Leikslokin eru ráðin.
Jesús Kristur hefur sagt það sem segja þarf.