Verðlaunablaðamaður segir Bandaríkin hafa sprengt Nordstream leiðslurnar með aðstoð Noregs

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Orkumál, Öryggismál, Stjórnmál, Úkraínustríðið1 Comment

Bandaríski blaðamaðurinn og Pulitzer-verðlaunahafinn Seymour Hersh segist hafa heimildir fyrir því að Bandaríkin, með aðstoð Noregs, hafi sprengt Nordstream-gasleiðslurnar í fyrrahaust. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun sem hann birti á Substack í dag.

Þar segir m.a.:

„Í júní síðastliðnum komu kafarar sjóhersins, í skjóli hinnar víðtæku NATO-æfingar BALTOPS 22, fyrir sprengiefni með fjarstýringu. Þremur mánuðum síðar, eyðilagði sprenging þrjár af fjórum Nord Stream leiðslum, samkvæmt heimildarmanni með beina þekkingu á aðgerðinni.“

Hann segir að Biden-stjórnin hafi hafið undirbúning hryðjuverksins í lok 2021, og að hún hafi lagt mikið á sig til þess að upplýsingar um það lækju ekki áður en það komst í framkvæmd.

Um aðkomu Noregs að hryðjuverkinu segir hann frá því að Bandaríkin hafi m.a. notið aðstoðar þeirra við að reikna út hvar væri heppilegast að koma sprengjunni fyrir. Athygli vekji í því samhengi að Jens Stoltenberg, aðalritari NATO, er Norðmaður.

Ástæðan fyrir skemmdarverkinu á að hafa verið samkeppni og aukið efnahagslegt sjálfstæði Evrópu með langtímasamningum um kaup á ódýrri orku frá Rússlandi.

 

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

One Comment on “Verðlaunablaðamaður segir Bandaríkin hafa sprengt Nordstream leiðslurnar með aðstoð Noregs”

  1. Auðvitað skipulögðu BNA og sáu um að sprengja Nordstream gasleiðslurnar, það er sennileg ekki ósennilegt að einhverjir af skósveinum þeirra í NATO hafi hjálpað þeim, UK, Pólland og Noregur eru mjög líklegir kandidatar?

    Það sem er furðulegast er að UN sé ekki búnið að krefja þá sem rannsökuðu þetta hryðjuverk um öll gögn í málinu til þess opinbera þá sem gerðu þetta og draga fyrir dóm?

Skildu eftir skilaboð