Yfirheyrslur hjá eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings vegna ritskoðunar samfélagsmiðilisins Twitter fóru fram í dag.
Þingkonan Nancy Mace (R-SC) veitti þar upplýsingar um skaða sem hún hlaut eftir COVID-19 „bólusetningu“. Mace, sem er 45 ára, sagði frá því að hún glími nú við astma og langvarandi hjartaverk.
„Ég er með aukaverkanir af bóluefninu. Ég fann ekki fyrir neinu eftir fyrsta skammtinn, en frá því ég fékk þann síðari hef ég stanslaust verið með astma, og ég er með skjálfta í vinstri hendi og fæ annað slagið hjartaverk sem enginn læknir getur útskýrt. Ég hef farið í ótal skoðanir,“ sagði Mace.
Þingkonan gagnrýndi Twitter fyrir hafa ritskoðað læknisfræðilegar upplýsingar frá sérfræðingum og læknum sem studdu ekki Covid tilraunabólusetningarnar.
„Mér finnst það ákaflega ógnvekjandi að óheft ritskoðun Twitter hafi teygt sig inn á heilbrigðissviðið og þannig haft áhrif á milljónir Bandaríkjamanna með því að bæla niður sérfræðiálit lækna og ritskoða þá sem eru ósammála Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC),“ sagði hún.
„Ég sé mjög eftir því að hafa farið í þessar sprautur vegna þess heilsufarsvanda sem ég glími nú við og held að muni ekki lagast,“ sagði Mace, „og ég veit að ég er ekki eini Bandaríkjamaðurinn sem hefur slíkar áhyggjur.“
„Dr. Martin Kulldorff er annað dæmi um hvernig Twitter ritskoðaði fólk. Kulldorff er Harvard-menntaðar faraldsfræðingur sem eitt sinn sagði á Twitter: „COVID bóluefni eru mikilvæg fyrir fólk í áhættuhópum og aðstoðarfólk þess. Þeir sem hafa fengið Covid þurfa ekki bóluefnið, og ekki heldur börn,“ sagði Mace.
„Twitter skrárnar sýna nú að þetta tíst var flokkað sem „rangar upplýsingar“ vegna þess að það fór gegn því sem CDC hélt fram.
Mace hélt áfram að spyrja fyrrum Twitter ritskoðunarstjórann,Vijaya Gadde, sem merkti tíst Kulldorff sem „rangar upplýsingar“ og ritskoðaði sérfróða lækna.
„Þú ert ekki læknir, ekki rétt?" spurði Mace. „Hvað fær þig til að halda að þú eða einhver annar á Twitter hafi læknisfræðilega sérfræðiþekkingu til að ritskoða raunveruleg, og nákvæm gögn frá CDC?
„Ég kannast ekki við þessi tilteknu dæmi,“ svaraði Vijaya Gadde, sem var rekinn þegar Elon Musk keypti miðilinn.
„Já, einmitt, þú veist það ekki,“ svaraði Mace kaldhæðnislega.
Hér má horfa á þennan hluta af yfirheyrslunni í þinginu: