Persónuvernd hefur úrskurðað að varðveisla Seðlabanka Íslands á persónuupplýsingum um Þorstein Má Baldvinsson forstjóra Samherja hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Þetta kemur fram í úrskurði sem birtur er á vef Persónuverndar og mbl.is segir frá.
Gögnunum var safnað við húsleit Seðlabankans hjá Samherja í mars árið 2012, þar sem Samherji var grunaður um brot á gjaldeyrislögum en ekkert varð úr þeim málatilbúnaði Seðlabankans.
Persónuvernd úrskurðaði áður að varðveisla upplýsinganna hafi verið lögmæt en Þorsteinn Már óskaði eftir endurupptöku með vísan til nýrra upplýsinga. Persónuvernd samþykkti það og sneri fyrri úrskurði sínum að hluta til. Þorsteinn Már höfðaði málið í eigin nafni. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri enn eitt brotið Seðlabankans gegn stjórnendum og starfsfólki Samherja.
Úrskurðinn má lesa hér.
One Comment on “Seðlabankinn braut persónuverndarlög á Þorsteini Má”
Hvers vegna skrifar fréttin.is ekkert um gengdarlausar vaxtahækkanir seðlabankans??