25 ára markmaður varði vítaspyrnu en hneig síðan niður og lést

frettinErlent, ÍþróttirLeave a Comment

25 ára belgsískur markvörður, Arne Espeel, lést skyndilega á fótboltaleik í Vestur-Flæmingjalandi í Belgíu á laugardagskvöldið. Espeel lést á staðnum eftir að hafa varið vítaspyrnu í seinni hluta leiksins.

Samkvæmt belgíska fréttamiðlinum VRT varði Espeel vítaspyrnuna en hneig síðan niður.

„Boltinn var enn í leik,“ sagði aðstoðarþjálfarinn Stefaan Dewerchin hjá Winkel Sport B. „Markvörðurinn okkar stóð upp eins fljótt og hægt var til að ná boltanum, en datt niður eftir það. Það var virkilega hræðilegt að sjá."

Leikurinn var strax stöðvaður og neyðaraðstoð barst fljótt og var endurlífglun reynd í 30 mínútur. Espeel var síðan fluttur í skyndi á sjúkrahús, en úrskurðaður látinn við komuna.

„Leikmennirnir fóru allir saman í sturtu eftir atvikið og síðan settumst við niður í mötuneytinu,“ segir Dewerchin. „Það var þungt högg að fá skilaboðin um að markvörðurinn okkar væri dáinn. Ég held að sumir leikmenn geri sér ekki enn grein fyrir því hvað nákvæmlega gerðist."

Engar upplýsingar hafa enn verið gefnar um dánarorsök. Krufning fer fram á mánudag, að sögn VRT.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð