Svo mælti spámaðurinn í Davos, Yuval Noah Harari

frettinArnar Sverrisson, ErlentLeave a Comment

Eftir Arnar Sverrisson:

Klaus Schwab, aðalhugmyndafræðingur og forstjóri Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum), kallar ísraelska sagnfræðinginn, Yuval Noah Harari, spámann sinn. Á þingi ráðsins árið 2020 mælti hann svo:

”Þeir tímar koma, að allir skulu bera lífmælisarmband (biometric). Það mælir stöðugt blóðþrýsting, hjartslátt og heilastarfsemi, allan sólarhringinn.

Þú leggur við hlustir, þegar leiðtoginn mikli talar í hljóðvarpi. Honum er kunnugt um, hvernig þér raunverulega líður. Þú getur klappað honum lof í lófa og brosað þínu blíðasta. En ef snuggar í þér, berast honum skilaboð um það, og að morgni muntu gista Gúlagið.

Vöxtur tölvugagnanýlendustefnunnar (data colonialism) og tilorðning stafrænueinræðis (digital dictatorship) mun leiða til fæðingar stéttar alheimsónytjunga. Gerðu þér í hugarlund, að þú sért fimmtugur vörubílstjóri, sem misst hefur vinnuna á tuttugustu og fyrstu öldinni.

Ónytjungar

Hin eiginlega barátta verður gegn ónytjungshætti (irrevlevance). Það er miklu verra að vera gagnslaus en hagnýttur. Þeir, sem tapa baráttunni og verða ónytjungar, skapa nýja stétt ónytjunga. Þeir eru gagnslausir af sjónarhóli stjórnmála og hagstjórnar. [Það var lærifaðir Klaus og Harari, Henry Kissinger, sem sagði öldunga vera „gagnlaus átvögl.“ Þaðan kemur væntanlega orðfærið.]

Og hin nýja stétt ónytjunga mun skiljast frá úrvalinu, sem stöðugt sækir í sig veðrið. Gjáin milli þeirra mun stækka. Hvernig munu stjórnmál arta sig í þínu landi, þegar einhverjum í San Franscisco eða Peking er kunnugt um lífssögu sérhvers stjórnmálamanns, dómara og blaðamanns að heiman, þar með talin kynlífsævintýri, allir andlegir kvillar þeirra og spilling.

Munu sjálfstæð ríki verða við lýði? Eða munu þau þróast í átt að töluvgagnanýlendu, þegar nóg verður af gögnum. Þá þarf ekki að senda her á vettvang til að halda yfirráðum.

Hugur margra harðstjóra og ríkisstjórna stóð til þess. En enginn hafði næga þekkingu á líffræði, úrvinnslugetu og gögn til að rjúfa (hack) milljónir manna.

Réðu ekki við verkefnið

Hvorki Gestapo [leynilögregla nasista í öðru heimsstríð], né KGB [leynilögregla Ráðstjórnarríkjanna sálugu] réðu við verkefnið. En nú er öldin önnur. Fyrr en varir munu einhver fyrirtæki og ríkisstjórnir vera fær um að rjúfa almenning kerfisbundið. Dagar okkar sem dularfullra sálna eru taldir.

Við erum rjúfanleg dýr. Það erum við einmitt. Ef þessi völd féllu í skaut Stalin tuttugustu og fyrstu aldarinnar, blasti við skelfilegasta einræðisstjórn allra tíma.

Og nú þegar er fjöldi umsækjenda um stöðu Stalín tuttugustu og fyrstu aldar. Lausnir á alheimsvanda verður að finna á alheimsvettvangi. Góðir þjóðernissinnar verða að gerast gjaldgengir alheimssinnar.

Regluvædd frjályndisskipan

Við höfum skapað hina regluvæddu frjályndisskipan í veröldinni. [Væntanlega á hann við alheimsskipan Bandaríkjamanna, „rule based international order.“] En ég el svo sannarlega þá von í brjósti, að réttindunum þurfi ekki að treysta, heldur leiðtogunum, sem hér eru staddir. Þakka þeim, sem hlýddu.“

Á ráðstefnu samtakanna í Davos var einmitt málstofa um efnið. Frumtækni ytri og innri stýringar er nú þegar fyrir hendi – og í eigu hagsmunaaðilja í Alheimsefnahagsráðinu. Unnið er að því að skilyrða aðgengi að nýjum afurðum tæknirisanna, þ.e. ýmis konar smáforritum, upplýsingum um heilavirkni.

Í Keníu eru þegar hafnar tilraunir með lífvöktun á brjóstmylkingum í sambandi við bólusetningar. Fingraför eru tekin af fjórum fingrum þeirra og rödd móður hljóðrituð.

Skildu eftir skilaboð