Frumvarp sem lagt var fram á löggjafarþingi í Idaho-ríki í Bandaríkjunum í vikunni mun gera það að verkum, ef samþykkt, að bólusetning með mRNA bóluefni verði refsiverð, þ.e.a.s. að sá sem útvegar eða gefur bóluefnið telst brotlegur við lög. Covid bóluefnin Moderna og Pfizer Comirnaty eru bæði mRNA efni.
Frumvarp nr. 154 kveður á um að „einstaklingur megi ekki útvega eða gefa bóluefni sem er þróað með mRNA tækninni (boðbera Ríbósakjarnasýru) til notkunar hjá einstaklingi eða öðru spendýri í Idaho. Brot á þessum fyrirhuguðu lögum myndi hafa í för með sér sekt, samfélagsþjónustu, skilorð eða fangelsisvist að hámarki eitt ár.
Þingkonurnar Tammy Nichols og Judy Boyle, báðar repúblikanar, kynntu frumvarpið í heilbrigðis- og velferðarnefnd þingsins í vikunni.
Samkvæmt fréttum sagði Nichols að þetta væri spurning um öryggi bóluefnanna sökum hraðans sem þau voru framleidd á.
Repúblikanar eru í meirihluta neðri og efri deild þingsins í Idaho.
One Comment on “Frumvarp í Bandaríkjunum mun gera mRNA bólusetningar refsiverðar”
Það er þyngra en tárum taki að horfa á hvernig vakning heimsins gengur fyrir sig og lýsir sér í því að öllu er snúið á haus, en hér er þó mikilvæg undantekning þegar maður sér loksins endurhæfingu eiga sér stað í Bandaríkjunum. Þegar maður gerir hið rétta (að forðast bólusetningar) þá er öfund þeirra sem létu blekkja sig í bólusetningarnar og sjá nú að það var röng leið, þannig að þeir beina villu sinni upp í hatur á þeim sem gerðu hið rétta! og þeir sömu fá í staðinn réttilega að halda heilsunni!