Eftir Hall Hallsson:
Morgunblaðið gerir því nú skóna að stórsókn Rússa sé hafin undir fyrirsögn: „Stöðva þarf Rússa áður en þeir sækja lengra í vestur.“ Herskáum Mogga-tón linnir ekki, þarf ekki frekar að semja frið? Rússar eru að láta hné fylgja kviði. Mogginn hefur eftir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksí Resnikov, að Rússar hafi kallað til „mun fleiri“ hermenn en 300 þúsund, telur hann töluna vera nærri 500 þúsund.
Macgregor: Rússar tífalt öflugri
Ráðherrann fer nærri um, en Douglas Macgregor ofursti kveður um 700 þúsund rússneska hermenn í Úkraínu eða við landamærin albúna til stórsóknar gegn þegar gersigraðum her Úkraínu. 80.000 sjálfboðaliðar hafi boðið sig til herþjónustu. Rússland hafi nú þegar unnið stríðið í Úkraínu. Að minnsta kosti 150-160 þúsund úkraínskir hermenn séu fallnir og saknað í bardaga, jafnvel allt að 200 þúsund. Rússneski herinn sé tífalt öflugri en sá úkraínski; stórskotalið og eldflaugar gereyði úkraínska hernum. Der Spiegel: Ukraine Losing Hundreds of Soldiers Every Day. Paník í Berlín. Þeir sem eftir séu í Úkraínu líklega 18-19 milljónir þar af 4 milljónir í austurhlutanum. Yfir 10 milljónir hafi yfirgefið landið, tvær milljónir voru í V-Evrópu fyrir stríð. Það er líklegt að Úkraína verði örríki umhverfis Kænugarð. Pólverjar fái V-Úkraínu til baka.
Herkvaðning: 16 ára og 60+ karlar
Herútköll hafa verið tólf talsins, nú síðast 16 ára unglingar og 60+ karlmenn. Þetta minnir á þriðja ríkið fyrir 80 árum. Því lengur sem stríðið heldur áfram því meiri hörmungar. Úkraína er hrunin, innviðir rústir einar. Mannfall rússneska hersins sé 10-15% af úkraínska hernum. „Það veldur mér hugarangri að fólk á Vesurlöndum lætur sig örlög úkraínsku þjóðarinnar ekkert varða,“ segir Macgregor ofursti skriðdrekaforingi í Flóabardaga 1991, Balkanskaga & Júgóslavíu. Hann er gagnrýnandi herskárrar stefnu Bandaríkjanna undanfarna áratugi. Hann hætti herþjónustu ári eftir innrásina í Írak. Macgregor var ráðgjafi Hvíta Hússins í tíð Dónalds Jóns og tilnefndur til embættis sendiherra í Þýskalandi en stríðshaukar Washington komu í veg fyrir staðfestingu hans.
Til þess að skilja atburði 2016-2023 verða menn að átta sig á að Dónald Jón Trump lofaði að draga Bandaríkin út úr Endalausum styrjöldum. Stríðshaukar í báðum flokkum snérust gegn forsetanum; neo-cons & neo-libs í þágu Military Industrial Complex & lyfjarisa Big-Pharma. Frá falli Sovétsins hafa geisað Endalausar styrjaldir & plágur. Dónald Jón kom á friði í Mið-Austurlöndum; steig fæti á N-Kóreu; hvatti Zelinski til að velja sættir og semja við Pútin. Þegar seníll Jói Biden kom upp úr kjallaranum í Delaware þá var "kveikt" í Úkraínu. Þetta er amerískt stríð alveg eins og stríðin í ríkjum múslima. Stórveldisdraumar ESB eru sem brunarústir, Evrópa án orku er púnteruð.