Joe Biden, forseti Bandaríkjanna sem nú er staddur í heimsókn í Póllandi, varaði Moskvustjórnina við því í dag að stuðningur Vesturlanda við Kænugarð í baráttu þeirra gegn rússnesku innrásinni „muni hvergi haggast“ og hét því að átökin í Úkraínu verði aldrei að sigri fyrir Rússland. Frá þessu sagði meðal annarra CNN.
„Úkraína, Úkraína mun aldrei verða herfang Rússlands. Aldrei,“ sagði Biden úr pólskum kastala við fagnandi mannfjölda í rigningunni fyrir utan.
„Fyrir ári síðan var spáði heimurinn falli Kænugarðs. Jæja, ég er nýkominn frá heimsókn til Kænugarði og ég get greint frá því að Kænugarður stendur styrkum fótum. Kænugarður stendur stoltur, ber höfuðið hátt og mikilvægast, hann stendur frjáls, “sagði Biden og mannfjöldinn fagnaði.
NATO mun ekki klofna og stuðningurinn óþreytandi
Í gær skaust hann óvænt yfir til Kænugarðs, til að heilsa upp á Zelensky, forseta Úkraínu, og lofa honum hernaðaraðstoð upp á hálfan milljarð dala. Það er til viðbótar við á annað hundrað milljarða sem Bandaríkin hafa nú þegar látið af hendi rakna. Hvíta húsið þrætti fyrir það að ræða Biden væri andsvar við ávarpi Pútín í morgun.
Á fundi með Andrzej Duda, forseta Póllands, fyrr um daginn, ítrekaði Biden skuldbindingu sína við öryggi svæðisins. „Það ætti að vera án nokkurs vafa: Stuðningur okkar við Úkraínu mun ekki hverfa, NATO mun ekki klofna og við munum ekki þreytast,“ sagði Biden á fundinum.
Myndband af komu forsetans til Póllands. Einhver rúllaði niður tröppurnar við Airforce One, en engar fréttir hafa borist af því hvort það hafi verið forsetinn, sem á sögu um að fara óvarlega í tröppunum. Að minnsta kosti virtist hann vera við prýðilega heilsu í dag.
🚨BREAKING! “Biden” has landed in the Poland and already fell!
You can't make this 💩 up 👀😂 pic.twitter.com/azo1U8VdpL— vegastar (@vegastarr) February 21, 2023