Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir að opinbera ríkisleyndarmál

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Danska saksóknaraembættið hefur lagt fram ákæru á hendur fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, Claus Hjort Frederiksen, að sögn danska miðilsins DR. Ákæran varðar birtingu ríkisleyndarmála.

Verði Fredriksen sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsi. Fredriksen er ákærður samkvæmt kaflanum um afhjúpum ríkisleyndarmála, sem almennt er kallaður landráðskaflinn. Hann neitar öllum glæpum, segir á DR.

Aðdragandinn er sá að Fredriksen staðfesti við fjölmiðla að danska varnarleyniþjónustan FE, hafi verið í samstarfi við bandarísku þjóðaröryggisstofnunina NSA um að njósna um danska ljósleiðara. Uppljóstrunin vakti mikla athygli árið 2020 og 2021 og var fjallað um í dönsku miðlunum DR, NRK og SVT.

Ráðherrann er því ákærður fyrir að uppljóstra um njósnir leyniþjónustu Bandaríkjanna um innviði Danmerkur.

Heimild

Skildu eftir skilaboð