Kona á níræðisaldri lést í sundlaug Kópavogs á föstudag. Greint var frá málinu í hádegisfréttum RÚV, en síðustu daga hafa tvær konur látist í sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu.
Tæplega fimmtug kona sem fannst meðvitundarlaus í Lágafellslaug í Mosfellsbæ í gær er látin.
Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði að málið væri í rannsókn og ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. Mikill viðbúnaður var við Lágafellslaug í gær og veitti Rauði krossinn starfsfólki laugarinnar áfallahjálp.