Sky News í Ástralíu hæðist að fullyrðingum um hæfi Biden Bandaríkjaforseta

frettinErlent, Fjölmiðlar, StjórnmálLeave a Comment

Fréttaþulir Sky News í Ástralíu skemmtu sér á mánudag yfir þeim fullyrðingum sem fram komu í nýlegri læknisskoðun á Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þar var fullyrt að hinn 80 ára gamli leiðtogi hins „frjálsa heims“ væri „þróttmikill,“ „heilbrigður“ og „hæfur til starfa.“

Sky News efaðist augljóslega um að greining læknis Bandaríkjaforseta stæðist og sýndi samantekt af vandræðalegum uppákomum forsetans í embætti sem benda frekar til þess að forsetinn sé utangátta og elliær.

Fréttaþula Sky News, Rita Panahi, átti erfitt með að hemja hlátur sinn meðan á umfjölluninni stóð og endaði með því að hún sprakk úr hlátri eftir að spiluð var enn ein upptakan með Biden þar sem hann sagði sögu frá því þegar hann var ungur maður og vann sem lífvörður við sundlaug.

Umfjöllun Sky News má sjá hér og á Twitter hér neðar:

Skildu eftir skilaboð