Fullyrtu að SARS-CoV-2 ætti sér ekki uppruna á rannsóknarstofu

frettinCOVID-193 Comments

Í gær sagði bandaríska dagblaðið Wall Street Journal frá því að veiran sem olli Covid-19 heimsfaraldrinum ætti líklega upptök sín í leka úr rannsóknarstofu, samkvæmt uppfærðri rannsókn bandaríska orkumálaráðuneytisins frá árinu 2021. Hvíta húsinu og háttsettum bandarískum þingmönnum var greint var frá þessu í gær.  

Að veiran hafi fyrir slysni lekið út af rannsóknarstofu var af mörgum talin samsæriskenning og samfélagmsiðlar ritskoðuðu þá sem settu þessa kenningu fram sem og aðrar kenningar sem ekki studdu „leðurblökukenninguna“. Morgunblaðið sagði t.d. frá því að Facebook hefði til­kynnt að færsl­ur með röng­um fölsk­um frétt­um af kór­ónu­veirunni, sem á upp­tök sín í kín­versku borg­inni Wu­h­an, verði tekn­ar úr birt­ingu. Sér­stak­lega á þetta við um illa rök­studd­ar sam­særis­kenn­ing­ar sem slengt er fram í formi „frétta“ eða áreiðan­legra staðreynda, segirí fréttinni.

Bandaríkjaforseti sagði veiruna koma frá rannóknarstofu

Í apríl 2020 sagðist Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafa sann­an­ir fyr­ir því að rekja mætti kórónuveiruna til rann­sókn­ar­stofu í Wu­h­an. Spurður hvort hann hefði séð eitt­hvað sem benti sérstaklega svaraði hann: „Já, það hef ég.“

Trump sagði að banda­rísk­ar stofn­an­ir væru að rann­saka hvernig veir­an kom fyrst upp og hvað Kín­verj­ar hafi gert til að koma í veg fyr­ir að hún breidd­ist út um heim­inn. „Við mun­um fá mjög ná­kvæma grein­ingu á því hvað gerðist,“ sagði for­set­inn og bætti við að hann fengi skýrsl­una í hend­urn­ar von bráðar.

Vísað í svar Jóns Magnúsar á Vísindavef HÍ

Morgunblaðið fjallaði meðal annnars um málið og vísaði í umfjöllun Vísindavefs Háskóla Íslands, frá mars 2020, þar sem Jón Magnús Jóhannesson læknir svarar spurningu um „sögusagnir að COVID-19 veiran eigi sér uppruna á rannsóknastofu þar sem þróun sýklahernaðar hefur verið í gangi í Wuhan og þar séu margar slíkar rannsóknarstofur? Fleiri sögusagnir herma að COVID-19 veiran sé samansett úr SARS og AIDS-vírusum, er eitthvað til í því?

Jón Magnús svarar þessu með afgerandi hætti á Vísindavefnum og segir m.a.: „....ef þetta ætti við SARS-CoV-2 væru aðstæður hins vegar talsvert öðruvísi. SARS-CoV-2 er ný veira sem veldur nýjum sjúkdómi og er talsvert frábrugðin þeim kórónuveirum sem geta valdið sjúkdómi í mönnum. Þetta myndi því þýða að hún hefði verið manngerð. Sem betur fer er hægt að fullyrða, án nokkurs vafa, að SARS-CoV-2 kom ekki upprunalega frá rannsóknarstofu.“

Af­sannar mýtuna

Visir.is fjallaði líka um málið á sínum tíma og sagði að í stuttu máli væru sögusagnir um rannsóknarstofulekann rangar og ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Þetta tók Jón Magnús Jóhannesson deildarlæknir á Landspítalanum ítarlega til umfjöllunar í svari sínu við spurningum um áðurnefndar mýtur,“ segir í fréttinni. 

Jón Magnús mætti einnig í útvarpsviðtöl hja RÚV og Harmageddon og sagði frá því að rannsóknir sýndu að veiran væri ekki manngerð. Læknablaðið sagði frá þessu á heimasíðu sinni: „Rannsóknir á erfðaefni veirunnar SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 sýna að hún varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum,“ segir í blaðinu sem vísaði í viðtöl Jóns Magnúsar og svar hans fyrir hönd Vísindavefs Háskóla Íslands.

Forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar tók í sama streng

Í júní 2021 var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar Erfðagreiningar (ÍE) í viðtali við Mannlíf. Eins og landsmenn vita þá raðgreindi starfsfólk ÍE fjölda jákvæðra sýna til að finna út hvers eðlist veiran væri.

Forstjórinn sagði í viðtalinu:

„Þessi faraldur byrjaði í Wuhan í Kína og það er nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að þetta hafi ekki byrjað á sama máta og aðrir faraldrar. Það er ekkert sem bendir til þess að þessi veira hafi laumað sér út af rannsóknarstofu í Wuhan..., það eru einungis vera getgátur að faraldurinn hafi orðið til á rannsóknarstofu í Kína, getgátur sem ekki eru studdar nokkrum upplýsingum eða gögnum.“

Hann bætti við að fólk væri að velta þessari spurningu upp ósköp einfaldlega því að nýr forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, telji þörf á að þvo af sér staðhæfingu Donald Trumps um að hann sé hallur undir Kínverja.

„Hann er ef til vill að reyna sannfæra þjóð sína um að hann sé það ekki með því að velta upp þessari fáránlegu spurningu. Sem er svo vitlaus að hún gæti ekki komið annars staðar frá en frá Bandaríkjunum, ósköp einfaldlega.“

3 Comments on “Fullyrtu að SARS-CoV-2 ætti sér ekki uppruna á rannsóknarstofu”

  1. Geisp!

    Það er alltaf meira framboð af Jóni Magnúsi en eftirspurnin.

  2. Kári er ágætur grínisti, sama verður ekki sagt um hann sem lækni bisnessmaður sem hefur náð árangri sem slíkur, það er alvarlegur áfellisdómur fyrir íslenska fjölmiðla að taka mark á manni eins og honum, sem er eins hagsmunatengdur covid-iðnaðinum og hægt er. Unglæknirinn Jón Magnús, sem hefur haft rangt fyrir sér í öllu sem viðkemur faraldrinum, getur varla verið eins vitlaus og hann virðist vera, sem þýðir að hann hefur fengið borgað fyrir að hegða sér eins og hann hefur gert. Honum ætti aldrei að veita lækningaleyfi á Íslandi.

Skildu eftir skilaboð