Óhætt er að segja að landinn sé þyrstur eftir endurkomu tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar betur þekktur sem Ingó veðurguð, en miðarnir eru að verða uppseldir þrátt fyrir að tónleikarnir hafi hvergi verið auglýstir.
Tónlistarmaðurinn mun halda ferna tónleika í Háskólabíó 10. og 11. mars. Ingólfur segir að um 3700 af 4000 miðum séu nú þegar seldir. Um er að ræða tvenna tónleika sem fara fram í stóra salnum í Háskólabíó, klukkan 19:30 og 22:00 á föstudags- og laugardagskvöldi.
Í samtali við Vísi segir Ingó tónleikana sérstaka, enda sé þetta í fyrsta sinn sem hann haldi tónleika sjálfur, en hingað til hafi hann aðeins komið fram á hátíðum, böllum og á einkasamkvæmum.
Miðasala á Facebook
Ingó segist hafa ákveðið að auglýsa hvergi tónleikana heldur sjá alfarið sjálfur um miðasöluna. Hún hafi gengið vel. Aðeins 300 miðar séu nú eftir og stefnir allt í að það verði uppselt.
Ingó segir að áhugasamir geti sent sér skilaboð á Facebook. Hann geti bæði sent miðana í pósti en segir þó suma hafa komið við hjá sér, náð í miðana og fengið sér kaffibolla.
Ingó hefur, þrátt fyrir erfiða tíma undanfarið, góða tilfinningu fyrir tónleikunum og segist ekki kvíða neinu. Hann segist ekki hafa orðið var við neina gagnrýni heldur aðeins fengið góð viðbrögð, líkt og miðasalan staðfestir. Hljómsveitin sem verður á sviðinu með Ingó þekkja margir úr þáttunum Í kvöld er gigg sem sýndir voru á Stöð 2.
„Fernir tónleikar, flott hljómsveit, flottur salur. Þetta verður gleði og skemmtun og allur fókus á það og ekkert annað,“ segir Ingó.
Mikil hlustun á Spotify
Ingó þakkaði fyrir hlustunina á tónlist sinni í desember síðastliðnum, þar sem hann birtir færslu sem sýnir að tónlistinni hefur verið streymað milljón sinnum og hlustunin að nálgast 100.000 sem þykir afar gott fyrir íslensk tónlistarfólk, og því óhætt að segja að íslendingar kunni að meta stórsöngvarann sem boðar hér endurkomu sína með hvelli.
2 Comments on “Örfáir miðar eftir á tónleika Ingós – fyrstur kemur fyrstur fær”
Í mínum huga er Ingó búinn að velja vitlausan guð. Hvort sem hann sé sekur eða saklaus, er hann sigraður. Hann valdi frægð og frama. Því miður missti hann mína samúð. Eins og flestir knattspyrnumenn, sem beygja sig fyrir svertingjum( frímúrurum) beygir hann sig fyrir alvarlegum ásökunum. Í mínum huga er hann “looser” sem ég hef engan áhuga á að styrkja á einn eða annan hátt. Hann gæti samt snúið af rangri braut og orðið mikilmenni.
Þar Ingó að velja einhvern guð, það held ég ekki?
Er hann að beygja sig fyrir svertingjum, hvað ert þú að meina? hann hefur aldrei að mér vitandi beygt sig fyrir neinum, hann hefur haldið sig við það að vera hann sjálfur.
Fyrir mér er Ingólfur engin Looser eins og þú kallar hann. Ég er nokkuð viss um að þessar öfga-árásir á hann eiga rætur í því að hann gagnrýndi þessa öfgahópa á sínum tíma í kringum Free the nipple bullið sem af sjálfsögðu fékk fótfestu eins og allt annað meiriháttar bull hér á landi.
Ég styð Ingó!
Ég er trúleysingi og skammast mín ekkert fyrir það, ég hef í sjálfu sér ekkert á móti trúfélögum svo lengi sem öfgar ná ekki tökum á fólkinu sem stundar slíkt. Ég skal viðurkenna það að það er hættulegt að blanda ólíkum trúarhópum saman
það er eins og að kast bensíni á eld.