Lést vegna hjartastækkunar og bilunar í ósæðarloku

frettinErlentLeave a Comment

Hinn 28 ára gamli leikari Jansen Panettiere, yngri bróðir leikkonunnar Hayden Panettiere, lést skyndilega 19. febrúar sl. í New York vegna hjartastækkunar (e. cardiomegaly) og bil­unar á ósæðarloku.

Fjölskylda Panettiere staðfesti fréttirnar í tilkynningu.

„Það er með mikilli sorg sem við greinum frá hinun gríðarlega og ótímabæra missi okkar fallega Jansen,“ sagði fjölskyldan. „Þrátt fyrir að það okkur veiti litla huggun, greindi réttarlæknir frá því að skyndilegt fráfall Jansen væri vegna hjartastækkunar og bilunar á ósæðarloku.

Skildu eftir skilaboð