Eftir Hall Hallsson:
Það liggur fyrir að Nord Stream hryðjuverkið er Act of War; - stríðsaðgerð. Gasleiðslan er í eigu rússneskra og evrópskra orkufyrirtækja, þar á meðal þýskra svo hryðjuverkið er stríðsaðgerð gegn Rússlandi, Þýskalandi og þjóðum Evrópu. Þetta er mesta umhverfis hryðjuverk sögunnar, óheyrilegt magn af CO₂ og metan slapp út í andrúmsloftið. Mengunin hefur geigvænleg áhrif á lífríki og dýralíf í Eystrasalti; 250 þúsund tonn af þungamálmum og þrávirkum eiturefnum frá upphafi iðnvæðingar þyrluðust upp. Orkuverð í Evrópu hefur fjór- til sexfaldast. Hryðjuverkið er glæpur gegn mannkyni; Crime against Humanity sem ber að taka fyrir af ICC í Haag, International Criminal Court; Alþjóða Glæpadómstólnum. Áhrifin á óbreytt alþýðufólk, eiga eftir að koma niður á þýsku þjóðinni þegar orkuskortur bítur næsta vetur. Bandarískar varabirgðir, ásamt stolinni olíu í Sýrlandi hafa fleytt Evrópu í gegn um veturinn. En hvað svo?
Noregur, Þýskaland, Danmörk og Svíþjóð, líkt og Ísland eru aðilar að ICC í Haag. Dönskum og sænskum yfirvöldum ber að rannsaka hryðjuverkið og vísa til ICC í Haag og auðvitað þýskum. Raunar ber ICC að rannsaka hryðjuverkið og gefa út ákærur á hendur hinum seku. Einkunnarorð dómstólsins eru: The most serious crimes ... must not go unpunished. Dómstóllinn starfar á grundvelli Rómarsáttmálans og hefur rannsóknarábyrgð. Bandaríski demókratinn, fyrrum þingmaður frá Ohio, Dennis Kucinich hefur bent sérstaklega á ábyrgð danskra stjórnvalda enda Nord Stream skammt undan Borgundarhólmi í danskri lögsögu. Hann hefur vitnað í Sy Hersh og ummæli Biden forseta, Blinken utanríkisráðherra, Sullivan öryggisráðgjafa og Victoriu Nuland aðstoðarutanríkisráðherra um að stöðva Nord Stream sbr. ummæli Biden: We Will Bring an End to It. Biden hafi brotið bandarísk lög með því að upplýsa ekki Þingið; Congress í Washington. Aðeins með samþykki Þingsins sé forseta heimilt að grípa til stríðsaðgerða; Act of War. Málið sé grafalvarlegt.
Samkvæmt Sy Hersh frömdu Bandaríkin og Noregur hryðjuverk í Eystrasalti. Ég bæti við með aðild Íslands þar sem P8 þotan sem sveimaði yfir Nord Stream nóttina og fram á morgun, lagði upp í hina örlagaríku árás frá Keflavíkurflugvelli. Ég hef sýnt ykkur ferðir P8 þotunnar yfir Eystrasalti um nóttina og eldneytistöku í 100 mínútur fram á morgun 26.09.2022. Eftir að hafa farið lágflug yfir staðinn kl. 07:04 að staðartíma hélt hún áleiðis til Íslands.
BORGUNDARHÓLMUR AUGA NATO Í EYSTRASALTI
Nú vill svo til að aðstaða Danmerkur til að rannsaka hryðjuverkið er sérlega góð því Borgundarhólmur er ein helsta njósnastöð Nato í Eystrasalti, uppstreymið sást frá dönsku eyjunni. Nato veit um allt sem þar gerist. Á síðustu árum hefur Nato lagt mikla fjármuni í endurnýjun til þess að fylgjast með öllu sem gerist á, í og yfir Eystrasalti. Íbúar hafa verið sérlega kátir með Nato, gnægð fjár og vinna síðustu misseri, líkt og Keflvíkingar í den. Þar er Kalda stríðs safn með gamla vitaturninn á suð-austur odda eyjunnar, 70 metra hár með 400 þrepum, svona eins og Hallgrímskirkja, tekinn úr notkun 2012, nýr á að vera kominn í staðinn. Útsýnisturn til þess að fylgjast með ferðum Sovétmanna í den. Við sem eldri erum munum Mogens Glistrup 1926-2008 sem fyrir um 50 árum vildi leggja niður danska herinn, ganga úr Nato og hafa símsvara sem segði á rússnesku: мы sdavat'sya, Við [Danir] gefumst upp.
CNN FYRST MEÐ FRÉTTINA EN HVAÐ SVO?
Strax eftir hryðjuverkið kváðust ensk, dönsk, sænsk og þýsk stjórnvöld ætla rannsaka hryðjuverkið í þaula. Fjölmiðlar sögðu allir sem einn að böndin bærust að Rússum. CNN státaði að vera fyrst með fréttina á þriðja degi. First on CNN: European officials observed Russian Navy ships in vicinity of Nord Stream pipeline leaks. Rússnesk skip í nágrenni Nord Stream lekanna. CNN vitnaði í heimildir innan CIA og fyrrum CIA forstjóra John Brennan í viðtali. Russia did it! Af þessu er ekkert frekar að frétta. Það er ekkert að frétta af rannsóknum Scholz, Van der Leyen, Mettu Fredriksen né að Katrín Jakobsdóttir hafi útskýrt flug P8 þotunnar. Hins vegar hefur goðsögnin Sy Hersh afhjúpað hryðjuverk Washington og Osló og 'net-nördum' hefur tekist að rekja flug P8 þotunnar yfir gasleiðslunum. Fyrir viku var Scholz kallaður til lokaðs fundar í Washington með Biden. Eftir fundinn fann Die Zeit snekkju í Rostock höfn sem sex manns höfðu leigt 6. september; kona og fimm karlar, af þeim tveir kafarar. New York Times og Washington Post kváðu CIA gruna úkraínska skæruliða um græsku og fréttin skeki stjórnvöld í Kænugarði; Intelligence officials suspect Ukraine partisians behind Nord Stream bombings, rattling Kyiv's allies. Litla RÚV hóf sína eftirgrennslan og færði okkur fréttir hinna erlendu miðla en hafði auðvitað engar fréttir af P8 þotunni ... bara skemmtibát á Eystrasalti sem CIA telji á bak við hryðjuverkið! Ein og sama ríkisfréttin fer um Vesturlönd þver og endilöng. Der Spiegel fann snekkjuna sem reyndist stútungs skúta, Andromeda. Nú segir Wall Street Journal að vestrænar leyniþjónustur gruni að pro-úkraínsk vígasveit sé að baki. Rússar eru ekki lengur grunaðir, segir WSJ. Áfram snýst hringekjan.
EIN JOB FÜR PROFIS
Die Zeit var fyrst með fréttina um snekkju; yacht. Á ferð hafi verið atvinnumenn, sagði Zeit: Ein Job für Profis. Skoðum nánar. Sex manns á skútu; fimm karlar og kona áttu að hafa sprengt gasleiðslurnar á um 80 metra dýpi á Borgundarhólmsdjúpi, skilað snekkjunni en gleymt að þrífa og því hafi fundist púðuragnir! Gasleiðslurnar liggja saman frá Rússlandi að Borgundarhólmsdjúpi, aðskiljast á sjálfu Djúpinu og koma svo aftur saman undan Borgundarhólmi. Aðstæður í Djúpinu eru allar hinar erfiðustu og dýpi mest, fjarlægð milli sprengistaða 80 kílómetrar; sumsé mesta mögulegt dýpi og mesta möguleg fjarlægð milli staða. Norðmenn höfðu valið staðinn af kostgæfni. Djúpköfun er skilgreind undir 18 metrum. Eftir það þarf helíum blandað súrefni til að koma í veg fyrir svokallaða djúpsjávargleði; nitrogen narcosis. Áttatíu metrar er gríðarlegt dýpi fyrir kafara og þarf mikinn viðbúnað. Helíum blandaðir loftkútar þurfa að vera til taks á nokkrum stöðum niður á áfangastað. Þegar upp er farið þarf kafari sömuleiðis að varast köfunareitrun og því fara upp í áföngum. Mikinn viðbúnað og djúpa þekkingu þarf yfir köfunarstað. Það er auðvitað broslegt að halda því fram að útsendarar Kænugarðs á seglskútu, hafi sprengt gasleiðsluna. Því kannski eðlilegt að spyrja hvort Zelenskyi og klíka hans verði látin róa.
SÆNSK LEYNIÞJÓNUSTA HLAUT AÐ VITA
Í júní 2022 fór fram heræfingin Baltops22 á Borgundarhólmsdýpi. Flugmóðurskipið USS Kearsarge úr sjötta flota Bandaríkjanna leiddi æfinguna með 45 herskip í Eystrasaltinu, 89 herþotur og sjö þúsund sjóliða. Þar á meðal voru sænsk herskip. Sy Hersh segir að kafarar frá björgunarmiðstöð í Flórída hafi komið sprengjunum fyrir undan Borgundarhólmi í samvinnu við Norðmenn. Sjóforingi á Baltop22 hefur gerst afhjúpari; whistleblower. Hann kom skilaboðum til fyrrum landgönguliða að nafni John Mark 'Bad-Volf' Dougan sem flúði Ameríku vegna ofsókna FBI í kjölfar afhjúpana á lögregluspillingu lögreglu. Afhjúparinn úr flotanum heldur því fram að því er lítur að Nord Stream 1 í sænskri lögsögu, hafi sveit kafara komið með þyrlu frá Stokkhólmi og verið sex tíma í kafi. Sex tímar í kafi þarfnast ofurdýran búnað, tækni, þekkingu og bestu kafara veraldar á pari við flota-seli; navy-seals. Sænsk leyniþjónusta hlýtur að hafa vitað.
Af þessu tilefni hlýtur maður að spyrja: Af hverju hefur Berlín yfirgefið Öst-Politík Willy Brandt kanslara um sættir við Rússland? Af hverju stríð?
Þeim finnst þú og ég, fólk almennt heimskt; They Think We Are Stupid.