Blár ofurmáni þann 30.-31. ágúst 2023

frettinElín Halldórsdóttir, StjörnuspekiLeave a Comment

Enski stjörnuspekingurinn Bracha Goldsmith greinir orku bláa ofurmánans í lok mánaðarins. Þann 30.-31. ágúst eigum við von á bláu tungli, sjö gráður og 24 mínútur í fiskamerkinu.

Það hjálpar til ef þú lest stjörnukort ef þú veist hvar fiskamerkið og meyjan eru í þínu korti.   Þú getur prentað út þitt kort á síðunni minni yourastrology.com.  Síðan skoðarðu hvar þessi tvö merki fiskur og meyja eru hjá þér.  Fimm plánetur eru í jarðarmerkjum og þrjár í vatnsmerkjum.   Pláneturnar eru tíu og 80% þeirra eru í hægari tíðni, jörð og vatn eru hægari.  Eldur og loft eru hraðari, þau fara hratt og eru á hraðferð að drífa sig að skapa fara í ýmiss konar ævintýri og ferðalög út um allt .. jörð og vatn þurfa hins vegar meiri frið, meiri ró þannig að við eru á tímabili breytinga því þegar við erum í merkjunum með þessa umbreytandi orku hinna fjögurra umbreytandi merkja, tvíbura, bogmanni, meyju og fiska þá fjallar þetta allt um að kenna okkur hvernig við getum lagað okkur að nýjungum, hvernig við getum lært að breytingarnar geta verið jákvæðar, að breytingar gerast í raun alltaf en oft viljum við hanga í því gamla.

Þessi umbreytandi orka felur það í sér að geta sleppt einhverju að leyfa einhverju gömlu að leysast upp.   Við erum með sérstakar afstöður þar sem sól er í meyju og tunglið er í samstöðu við Satúrnus í fiskum svo við erum að virða fyrir okkur praktísku hliðar lífsins og einnig hinar djúpu andlegu hliðar lífsins og nú þurfum við að geta blandað þessu saman.

Leyfðu því sem þér finnst blettótt á sálu þinni að losna

Þegar ég hugsa þetta þá dettur mér í hug að hreinláta meyjan tekur eftir blettunum eða óhreinindunum.   Hún bendir á þetta er nú ekki nógu gott ég er ekki nógu klár í þessu, ekki nógu tilbúin/n fyrir þetta, ég er ekki nógu lærð/ur fyrir þetta þá stígur fram fullkomnunarsinninn og síðan orka tungls og Satúrnusar í fiskum sem er um það sleppa þessu og leyfa blettunum að hreinsast eða leysast upp og hverfa.   Leyfa því sem þér finnst blettótt á sálu þinni, líkama eða tilfinningu að losna og læra lexíur hvaða sársauka og sorgar sem þú hefur gengið í gegnum því fiskurinn er jú merki mikillar samúðar.   Fiskurinn finnur til með öðrum sérstaklega með dýrum eða með fólki sem hefur ekki rödd, þeirra sem minna mega sín.   Þetta snýst einnig um að stilla sig inn á innri þjáningu og sorgir og leyfa sér að losa um þær og virða fyrir sér lærdóminn sem þjáningin og sorgin hefur kennt þér.  Þá mun bletturinn hverfa að fullu.

Við erum að fást við orku sex. og tólf merkjanna.   Sex hús og einnig 12 hús í venjulegu korti.   Tólfta merkið snýst allt um hin ósýnilega heim.  Að elta hið óþekkta og hugsaðu þér fiskana sem eru svo hálir og liðugir, þeir hreyfa sig aldrei klunnalega með látum, þeir eru liðugir svo allt sem snertir liðugleika þinn getur verið áhrifamikið á þessum tíma.   Þá er mikilvægt að slaka á vöðvunum, róa hvers konar spennu í líkamanum og það sem hjálpar við það er gjarna vatn, heitir hverir, varmaböð, hreinsandi bað, kalt vatn, allt sem viðkemur vatni er einstaklega heilandi því merki fiska og meyju hafa allt að gera með heilsu og heilun.  Þetta er einstakt tækifæri til að hlotnast heilun með bæn, heilun með blíðleika.

Heilun fyrir þig sjálfan þig

Merkúr er afturgengur í meyju, svo hann er í stýrandi afstöðu við höfum einni Neptúnus sem stýrir fiskum í fiskum á þessum tíma í sínu kjörmerki sem gefur afar sterka heilunartíðni á þessum tíma.   Ef þú ert að leita að heilun fyrir þig sjálfa/n eða vilt að ástvinir þínir njóti heilunar þá er máttur bænarinnar, fyrir einn eða fleiri eða hvað sem hjálpar þér til heilunar stóraukinn á þessu bláa tungli.   Þetta tengist einnig inn á það hvernig getur þú notað heilandi orð og heilandi hugsanir?

Rannsóknir hafa sýnt að hamingju er hægt að framkalla með því að senda gleðiríkar og skapandi hugsanir til allra sem þú sérð eða koma upp í huga þinn.  Þú ættir að reyna að gera það til að undirbúa þig fyrir afl þessa bláa tungls.

Fiskaorkan snýst um að þróa meðvitund þína og innsæið

Merkúr afturvirkur snýst um að skerpa hugann.  Þú mættir vilja nýta tímann til lestrar, náms eða að kenna, þróa gáfurnar og fiskaorkan snýst um að þróa meðvitund þína og innsæið.   Fara handan efnisheimsins svo við leitum að jafnvæginu á þessu tungli.   Það eru engar plánetur í loftmerkjum, en loftmerkin elska að spjalla, hanga í símanum skanna netið og vera í samskiptum en það væri í raun gott að eiga tækjalausan dag eða þögulan dag eða dag þar sem þú talar eins lítið og hægt er ... leggir ekkert fram með orðum.   Þér líður eins og öll kerfin þín getir endurræst sig á þessu bláa tungli.

Skoðum nú hvaða spil Pleiadian stokkurinn  minn vill gefa okkur til leiðsagnar:

Snilld :   Náðu að jafna viðmót þitt til allsnægta

Þetta er Júpíter og Úranús orkan í nautinu ..  svo miklar allsnægtir í náttúrunni og gjafir hvert sem þú lítur, náðu jafnvægi í garð þeirra og þig mun undra hversu ríkulega þú uppskerð

Ég skrifaði stutt ljóð ekki og mörg orð en vona að það örvi skapandi kraft þinn:

Coming soon
A blue moon
In the sign of a fish
Make your wish
Dissolve all pain and grief
Release and feel relief
Let your boat float
Gently down the stream
Relax and remember
Life is only a dream

Hún kemur skjótt
Hin tunglbláa nótt
Í fiskamerkinu gróska
Nú máttu þér óska
Sorg og þjáningar sem þjaka
Ei lengur þér orku taka
Þínum báti sigldu dreyminn
Mjúklega niður strauminn
Slaka á og gleymdu ei
Lífið sjálft er draumafley.

Elín Halldórsdóttir heilari og tónlistarkona fór yfir og þýddi.

Skildu eftir skilaboð