Heimsmálin: Lýðræðislega kjörnir leiðtogar ekki lengur æskilegir í háborg glóbalismans – Brussel

Gústaf SkúlasonHeimsmálinLeave a Comment

18. þáttur Heimsmálanna með þeim Margréti Friðriksdóttir og Gústafi Skúlasyni var hljóðritaður í dag. Að þessu sinni var hinn einstæði atburður fyrr í vikunni í brennidepli, þegar lögreglan í Brussel ruddist inn á friðsama ráðstefnu íhaldsmanna og skipaði eigenda staðarins að loka ráðstefnunni.  Þessi fáheyrði atburður hefur vakið athygli út um allan heim, því það er einungis elíta glóbalismans í háborg ESB sem getur látið sér detta í hug, að í besta stíl kínverskra kommúnista eða gömlu Sovétríkjanna – eða þá eins og Margrét Friðriksdóttir sagði: „í stíl Hitlers og Stalíns“ að banna skoðanaandstæðingum sínum að halda venjulega ráðstefnu og ræða málin.

Belgíska lögreglan fjölmennti fyrir utan fundarstaðinn og notuðu tækifærið, þegar Brexit-leiðtogi Breta, Nigel Farage var að halda ræðu til að tilkynna bann borgarstjórans. Ástæðan sem var gefin til að afnema funda- og málfrelsið í Brussel var að sögn lögreglunnar, sú ógn sem almennri reglu stafaði af þessum ósköpum. Greinilega eru borgarstjóri Brussel og forsætisráðherra Belgíu engir sérstakir vinir, því sá síðarnefndi gaf út þá yfirlýsingu eftir fundarbannið, að engar sveitarstjórnir gætu sett sig ofar stjórnarskrá Belgíu sem tryggir mannréttindi fólks, fundar- og málfrelsi.

Þessi fáheyrði atburður er til tákns um þann hroka og valdníðslu og samtímis þá örvæntingu sem þetta fólk hefur sem telur alþjóðastöðu sína æðri stöðu lýðræðislega kjörinna  fulltrúa einstakra þjóðríkja. Nigel Farage sagði í viðtali eftir lögregluárásina, að „lýðræðislega kjörnir fulltrúar væru ekki lengur velkomnir í háborg glóbalismans, Brussel.“ Glóbalistarnir eru orðnir svo örvæntingarfullir að þeir slá blint nú orðið til hægri og vinstri. Framkoman er farin að minna all óþyrmilega á framkomu valdamanna meginlandsins fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Nasistar höfðu sitt lag á að kúga fólk með aðrar skoðanir alveg eins og Sóvétríkin sálugu höfðu sitt lag við kúgun þeirra sem ekki vildu þýðast kommúnismann og alræði öreiganna.

Sagði Margrét, að „Sannleikurinn er hin nýja hatursumræða“ sem voru sömu orð og fv. lögregluráðgjafi í Svíþjóð, Lennart Matikainen lét falla í ávarpi sínu til mótmælenda í Stokkhólmi um síðustu helgi en þá voru farnar mótmælagöngur gegn minnkandi málfrelsi í höndum sænska sjónvarpsins í fjórum stærstu borgum Svíþjóðar. Var það samdóma álit viðræðenda í Heimsmálunum, að hinn vestræni heimir siglir hraðbyri inn í myrkur alræðisafla þar sem sannleikurinn má ekki sjá dagsins ljós. Fleiri þurfa að verða sér meðvitaðir um þessa þróun og taka þátt í varnarbaráttunni fyrir málfrelsinu og fullveldinu.

Smelltu á spilarann hér að neðan til að hlusta á þáttinn:

 

Skildu eftir skilaboð