Kristín Þormar skrifar:
Hvernig getur Katrínu Jakobsdóttur þriggja barna móður þótt í lagi að drepa barn sem jafnvel komið er að fæðingu, og hver er munurinn á því að drepa fullburða barn í móðurkviði, eða þegar það er nýfætt?
Ég ætla að leyfa mér að stórefast um að flestar konur, kannski sérstaklega þær sem hafa reynsluna af því að ganga með og fæða börn séu sammála þessu, og ekki karlmenn heldur.
Og myndu íslenskir læknar vilja taka að sér að fremja drápin á fullburða börnum?
En hvað með rétt barnsins til að fæðast og lifa?
Þá lýsti Katrín því yfir að hún teldi rétt að konur hefðu rétt til þess að eyða fóstrum allt fram að fæðingu, en hefðbundin meðganga er talin 37 til 42 vikur. Segist hún treysta konum til að taka réttar ákvarðanir um líkama sinn og að engri konu sé það léttbært að láta eyða fóstri.
Það eru konur sem ganga með börn, ekki „fólk“!
En lögin eru uppfull af lagabálkum þar sem við treystum ekki fólki. Þetta er væntanlega ekki eina málið þar sem við treystum fólki ekki. Fólk getur líka tekið hræðilegar og svívirðilegar ákvarðanir og ríkið bregst við eða reynir að koma í veg fyrir slíkt.
„Ja, það er eins og ég segi með þessar ákvarðanir að þær eru ekki teknar af léttúð, þegar fólk ákveður að fara í þungunarrof. Þess vegna vil ég ekki tala um slíkar ákvarðanir sem svívirðilegar, eins og að ráðast í glæpi eða eitthvað slíkt.“
En mörgum þætti það svívirðilegt að deyða barn degi fyrir fæðingu.
„Ég held líka að það sé ekki raunin og bendi á reynsluna af lögunum,“ svarar Katrín.
Manneskja sem hefur svona ógeðfellt viðhorf til lífsins á ekkert erindi á Bessastaði að mínu mati, og örugglega margra annarra líka, svo það er gott að hún skyldi vera spurð að þessu svona í byrjun kosningabaráttunnar.
Ef henni þykir ekkert tiltökumál að láta drepa ungabörn, hverju öðru getum við þá búist við af henni?
Sagt er að hún hafi mikið fylgi meðal eldri borgara, en ég á bágt með að trúa því.
Rifjum aðeins upp orð hennar frá 2017:
„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Hún sagði núverandi ríkisstjórn gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokruðu áfram og byggju við skammarleg kjör. Á sama tíma dygðu lægstu laun ekki til framfærslu og fólk á lægstu launum væri beðið um að vera þakklátt fyrir 20 þúsund krónur því hlutfallslega væri það ekki lítið.
Restina af froðunni má lesa hér.
Það voru til nægir peningar í ríkiskassanum til að verja 5-6 milljörðum í þessi „bóluefni“, álíka upphæð til að senda til stríðsreksturs í öðru landi, og gleymum ekki montráðstefnunni í Hörpu í fyrra sem kostaði eitthvað álíka.
Hvað þá milljarðatugirnir sem fara á ári hverju í flóttamannahítina. Allt hefur þetta gerst í forsætisráðherratíð hennar!
Og gamla fólkið og fátækir bíða enn, sjö árum síðar ...
Nýleg skrif mín þar sem Katrín kemur við sögu:
- Nei takk, ég vil ekki svona manneskju í embætti forseta Íslands!
- Á forseti Íslands að verja hagsmuni Íslendinga, eða ókjörinna erlendra alþjóðastofnana?
- Viljum við fulltrúa WEF og Davos Klíkunnar á Bessastaði?
- Sameinuðu þjóðirnar og heimsmarkmiðin 17
Margir halda því fram að búið sé að ákveða að hún verði næsti forseti Íslands, og kæmi það mér hreint ekkert á óvart, enda fáum við ekkert að vita um hvað fram fer bak við tjöldin í þessu blessaða gjörspillta landi okkar.
En kjósum einhverja allt aðra en fólk sem er að vinna fyrir ókjörnar alþjóðastofnanir sem þykjast „ætla að bjarga heiminum fyrir okkur“, en eru í raun að koma á einni alheimsstjórn.
7 Comments on “Hvers konar manneskja getur haft svona skelfilega skoðun?”
Eitt sinn ákváðu menn að skrifa sögu sódómu til að kenna komandi kynslóðum hvernig siðleysi mundi enda.
En mikið af fólki í þessum komandi kynslóðum var á móti mörgu í biblíu, og gerði hana loks tortryggilega og sagði hana illskiljanlega og því næst var hún sögð óþörf.
Ef fólk lærir ekki af sögunni, mun hún endurtaka sig segir einhversstaðar.
Því þarf nauðsynlega að kenna þessa sögu aftur og aftur í skólum og víðar. Annars getur farið illa.
Ég tel Katrínu ekki merkilegan pappír en greinarhöfundur, mér er spurn. Finnst þér í lagi að ríkið stjórni þínum líkama? Eigum við ekki að skella því í lög þá að konur séu teknar úr sambandi áður en þær verða kynþroska? Þá kemur það í veg fyrir þungunarrof. Síðan til þess að þú megir eignast börn þá þá þyrfti þú náttúrulega að fá leyfi til þess ásamt því að sanna færni þína í því að geta hugsað um börn.
Síðan er nú athyglisvert að sjá hvað þér finnst um flóttafólk, það er greinilega í góðu lagi hjá þér að bæði börn og fullorðnir séu drepin þar, þau eru greinilega ekki lifandi verur í þínum huga. Hræsnin og viðbjóðurinn lekur af þér og þú ert nákvæmlega eins og Katrín, notar bara það sem hentar þér til að reyna knýja fram þinn vilja
Það stefnir allt í að Katrin þurfi að svara fyrir vafasamar gjörðir sínar og skoðanir á næstu vikum og margt af þvi er óverjandi. Verst er þó að fjölmiðlar eins og Vísir, RÚV og MBL eru að klappa hana upp en það helgast auðvitað af þvi að fjölmiðlafólk er upp til hópa vinstri sinnað og í raun ekkert annað en aktivistar á launum. Hvergi nema á Íslandi fengi manneskja eins og Katrín afslátt af sjálfri sér. Þeim sem misbýður framboð Katrinar eiga að láta í sér heyra. Kominn tími til að forvígismanneskju slaufunar verði sjálfri slaufað þó ekki væri nema fyrir ógeðfelldar yfirlýsingar hennar um barnsmorð. Hvernig á manneskja eins og hún að vera sameiningartákn þjóðar? Kona sem hefur svikið alla sem einhverntíman studdu hana, aldraða, öryrkja, barnafólk, Grindvíkinga? Kona sem hljóp fyrst frá borði sökkvandi skips. Kona sem gerði umdeildasta stjórnmálamann Íslandssögunnar að forsætisráðherra. Látum hana svara fyrir orð og gjörðir sínar. Kjósum allt annað en Katrínu!
Einar, nei mér finnst ekki í lagi að ríkið stjórni mínum líkama, en á ég að fá að drepa fullburða eða nýfætt barn sem mér hugnast ekki að eiga, sem er sjálfstæð manneskja en ekki ég sjálf?
Ég hef ekkert leyfi til að drepa aðra manneskju, það er refsivert athæfi, alveg sama hvort ég hef gengið með og fætt hana sjálf eða ekki.
Þú gefur þér rangar forsendur varðandi hug minn um flóttafólk. Ég hef alla samúð með fólki sem flýr ömurlegar aðstæður í löndum sínum, en staðreyndin er sú að við getum ekki endalaust tekið á móti fólki frá öðrum löndum, sérstaklega þegar innviðir okkar eru brostnir.
Gagnrýni mín beinist að því að verið er að eyða skattpeningum okkar í allt annað okkur sjálf og okkar innviði. Ég myndi miklu frekar vilja sjá skattpeningana fara í að bjarga Grindvíkingunum okkar, og hvort sem þú trúir því eða ekki, þá getum við ekki bjargað öllum heiminum.
Þú gagnrýnir mig ekki fyrir milljarðana í „bóluefnin“, eða montráðstefnuna í Hörpu, hvers vegna ekki?
Eða peningana sem fara til stríðsreksturs í öðru landi svo hægt sé að drepa fleira fólk. Túlkar þú það þannig að mér þyki það í góðu lagi að fólk sé drepið?
Hræsnin er öll þín megin vinurinn.
@EinarVidarsson: Þú ert nú meiri vesælis gungan! Þú sem þorir ekki einu sinni að hafa forsíðumynd af þér á meðan þú drullar yfir fólk netinu, talandi um að „fá vilja sínum framgengt“? Maður gerir ekki ASNA að HESTI – Það er þú búinn að fullsanna fyrir alþjóð í netheimum. Þér til upplýsinga, þá er ekkert mál að hafa upp á þínu rétta andliti í gegnum IP töluna þína. – Djísess þvílík LÁGKÚRA sem þú ert og EKKI svaraverður þar af leiðandi.
@Sigurlaug, hef bara aldrei séð valmöguleika hér á myndbirtingu í mínum browser. Ég svaraði bara í sama tón og greinin sem kommentið kom undir. Þu gerir nu ekki miklar athugasemdir við það, fellur liklega betur að þinum skoðunum. Síðan ef þú ætlar að vera samkvæm sjálfri þér þá hefðir þú átt að sleppa því að svara yfirhöfuð.
@Kristín, það er til nóg af peningum í þessu landi til að hjálpa þeim sem hingað flýja. Við gerum tekið kirkjuna af spenanum, gert eignir hennar upptækar og selt enda meirihluti þeirra illa fengin. Við getum þjóðnýt stórútgerðinar og álverin. Jafnað eftirlaun þingmanna og ráðherra í samræmi við meirihluta þjóðarinnar.
Af hverju ættum við að bjarga Grindavíkingum? Þau kusu að búa þarna vitandi að þetta er virk eldstöð. Eru flóttamenn frá Grindavík eitthvað betra fólk heldur en annað flóttafólk? Væri peningunum ekki betur varið í kynfræðslu svo hægt væri að fækka þungunarrofum?
Með bóluefnin, hef lítið séð af sönnunum um gagnsleysi þeirra, aðallega samsæriskenningar frá misgáfuðu fólki sem heldur að allir sem eru í vísindum og stjórnmálum séu að reyna að drepa þau.
Veit ekki hvaða ráðstefnu þú ert að tala um enda nefnir þú það aldrei hvaða ráðstefnu þú ert að tala um.
Þú vilt ekki að ríkið ráði yfir þínum líkama en þér finnst sjálfsagt að þú ráðir yfir líkama annara kvenna, er það ekki hræsni? Hver kona á að ráða því sjálf hvort og hvenær hún fer í þungunarrof. Ég er ekki sammála því að konur fari í slíkt en ekki minn líkami og ekki mitt að segja til um. Samkvæmt lögum þá verður þú ekki að persónu fyrr en þú fæðist og þarafleiðandi nýtur ófætt barn mjög takmarkaða réttinda. Þar sem fólk getur ekki komið sér saman um það hvenær fóstur telst orðið einstaklingur þá verður þessi ákvörðun að liggja hjá leghafanum.
„@Kristín, það er til nóg af peningum í þessu landi til að hjálpa þeim sem hingað flýja. Við gerum tekið kirkjuna af spenanum, gert eignir hennar upptækar og selt enda meirihluti þeirra illa fengin. Við getum þjóðnýt stórútgerðinar og álverin. Jafnað eftirlaun þingmanna og ráðherra í samræmi við meirihluta þjóðarinnar.“
Er ekki í lagi heima hjá þér?
Ég er nú ekki trúaður maður enn að ráðast á fólk sem tilheyrir þjóðkirkjunni með þessum hætti nær ekki nokkurri átt
Þjóðnýta auðlindir og fyrirtæki landsins til að bjarga hverju einasta mannsbarni út í heimi ertu eitthvað ruglaður?
„Af hverju ættum við að bjarga Grindavíkingum? Þau kusu að búa þarna vitandi að þetta er virk eldstöð. Eru flóttamenn frá Grindavík eitthvað betra fólk heldur en annað flóttafólk? Væri peningunum ekki betur varið í kynfræðslu svo hægt væri að fækka þungunarrofum“
Þú ert nú meiri drullusokkurinn að láta þennan viðbjóð út úr þér umfólkið í Grindavík, SKAMMASTU ÞÍN!
Við erum íslendingar og skulum hugsa fyrst um okkar hag, okkar fólk áður enn við förum að bjarga öllum heiminum!
„Með bóluefnin, hef lítið séð af sönnunum um gagnsleysi þeirra, aðallega samsæriskenningar frá misgáfuðu fólki sem heldur að allir sem eru í vísindum og stjórnmálum séu að reyna að drepa þau.“
Það hafa engar sannanir komið fram um gagnsemi þessara bóluefna, það er langur vegur frá því
Vísindi og stjórnmál stýrast af peningum og völdum, það veit hver meðalgreindur maður.
„Veit ekki hvaða ráðstefnu þú ert að tala um enda nefnir þú það aldrei hvaða ráðstefnu þú ert að tala um.“
Ætli hún Kristín sé ekki að tala um trúðasamkomuna þar sem misgáfaðir þjóðarleiðtogar vesturlanda komu saman í Hörpu til að sjóða saman hryðjuverkalista gegn Rússlandi.
Það er greinilegt Einar Viðarsson að það er skortur á lámarksfjölda af heilasellum í hausnum á þér, þú ferð allavega ekki leynt með það. Miðað við skrif þín væri ég ekki hissa að þú væri ekki íslendingur heldur eitthvað viðrini utan úr heimi sem er að reyna að leggjast á kerfið í öðru landi.