Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn: Efnahagurinn gengur best í Rússlandi í okkar hluta heims

Gústaf SkúlasonInnlendarLeave a Comment

Efnahagur Rússlands mun vaxa hraðar en hjá nokkru háþróuðu efnahagskerfi í heiminum, samkvæmt nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). BBC News greinir frá.

AGS gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti í Rússlandi á þessu ári. Það er þó nokkuð meiri hagvöxtur en búist er við fyrir lönd eins og Bretland, Frakkland og Þýskaland.

Olíuútflutningur hefur „haldist stöðugur“ og opinber útgjöld hafa „haldist há“ sem AGS segir að stuðli að hagvextinum.

Þrátt fyrir refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi, þá hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn uppfært spár sínar í janúar fyrir rússneska hagkerfið í ár. Jafnvel þótt hagvöxtur verði minni árið 2025, samkvæmt spánni, verður hann samt meiri en áður var gert ráð fyrir og lendir á 1,8%.

Fjárfestingar einkafyrirtækja og ríkisfyrirtækja og „krafturinn í einkaneyslu“ innan Rússlands, ásamt miklum olíuútflutningi, hafa ýtt undir hagvöxtinn, að sögn Petya Koeva Brooks, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá AGS.

Sjá nánar hér

Skildu eftir skilaboð