Aukaverkanir vegna bóluefna 153 sinnum fleiri á hvert þúsund en árið 2019

frettinInnlendar

Samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun voru tilkynnt 9 tilvik aukaverkana eftir bólusetningu gegn inflúensu á árinu 2019. Pantaðir voru 70.000 skammtar bóluefnis á árinu.

Þann 31. október 2021 höfðu samtals 5.497 tilkynningar borist um aukaverkanir vegna bóluefna gegn kórónaveirunni. Þar af voru 547 tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir.

32 tilkynningar höfðu borist um andlát þann 26. október 2021.

Þann 1. nóvember höfðu 278.667 manns verið fullbólusettir við Covid-19.

Sé gert ráð fyrir að allir bóluefnaskammtar hafi verið nýttir árið 2019 eru því hlutföll aukaverkana þannig:

Inflúensubólusetning 2019: 0,13 tilfelli aukaverkana á hverja þúsund einstaklinga.

Covid-19 bólusetning 2021: 19,73 tilfelli aukaverkana á hverja þúsund einstaklinga.

Tilkynningar vegna Covid-19 bólusetninga, vegið með fjölda bólusettra, eru þannig 152 sinnum fleiri en vegna inflúensubólusetninga árið 2019.

Samkvæmt BA ritgerð um bólusetningar frá 2015 má almennt búast við einni alvarlegri aukaverkun vegna bólusetningar við inflúensu á hverja hálfa til eina milljón bólusettra. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir bólusetningar við Covid-19 eru 981 á hverja hálfa milljón og 1.963 á hverja milljón.


Image