Neytendasamtökin vara við verðhækkunum og vilja afnám vörutolla

frettinInnlendar

 Neytendasamtökin beina því til fyrirtækja og forsvarsmanna hagsmunasamtaka atvinnulífsins að hækka ekki vöruverð til neytenda í þeim aðstæðum sem nú ríkja. Við tímabundnum hækkunum hrávöruverðs og flutningstruflana af völdum kórónuveirufaraldursins, verði fyrirtæki þess í stað að hagræða, lækka álögur og draga úr arðsemiskröfum. Þá beinir aðalfundur því til stjórnvalda að afnema alla tolla til að stemma stigu við verðhækkunum.

Aðalfundur Neytendasamtakanna tekur undir áskorun Samkeppniseftirlitsins nýverið til neytenda um að vera á varðbergi og tilkynna þegar þeir verða varir við óeðlilegar verðhækkanir eða grunar að fyrirtæki fari á svið við samkeppnislög.

Fundurinn bendir sérstaklega á þá áminningu Samkeppniseftirlitsins að það sé ekki hlutverk hagsmunasamtaka fyrirtækja að gefa undir fótinn með verðhækkun í einstökum vöruflokkum og afsaka þær fyrirfram, svo sem vegna kórónufaraldursins og afleiðinga hans í flutningum. Það eru ekki sanngjörn eða skynsamleg viðbrögð, heldur ættu fyrirtækjasamtökin þvert á móti að vinna að leiðum sem tryggja lágt og stöðugt vöruverð.

Fréttatilkynning Neytendasamtakanna.