Fv. yfirtollvörður segir trúverðugleika sóttvarnaryfirvalda og LSH verulega laskaðan

frettinInnlendar

Guðbjörn Guðbjörnsson söngvari og fv. yfirtollvörður birti opna færslu á facebook  í gær þar sem hann er harðorður í garð Landspítalans og kallar Bleika fílinn í stofunni. Þá segir hann trúverðugleika sóttvarnaryfirvalda og LSH verulega laskaðan. 

"Í byrjun mælti þetta fólk gegn grímum. Í byrjun töluðu þessi yfirvöld fyrir svipuðum sóttvörnum og Tegnell og Svíar en breyttu síðar um stefnu. Síðan átti bóluefnið að bjarga okkur en ekkert varð úr því. Núna á 3. skammturinn algjörlega að redda okkur og svipaðar ráðstafanir og síðan á að endurtaka aðgerðir liðinna 2 ára. Þetta hljómar eins og rispuð plata með lagi sem nýtur ekki almennra vinsælda. Þegar maður skoðar ráðstafanir í nágrannlöndunum eru þær svipaðar og hér og ekkert nýtt að sjá," segir Guðbjörn.

Þá spyr Guðbjörn sig að því hvort það þurfi að sleppa veirunni á einhvern hátt lausri meðal yngra fólks og barna en hlífa eldri borgurum og þeim sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma? Þannig næst hugsanlega innan nokkurra mánaða hjarðónæmi, þótt fórnarkostnaðurinn væri vissulega nokkur líf og einhverjir missi heilsuna.

Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan.