Mikil sorg í Versló – söngvakeppninni ,,Vælið“ frestað um óákveðinn tíma

frettinInnlendar

Söngvakeppnin Vælið í Versló átti að fara fram á sunnudaginn næsta en henni hefur verið frestað og mikil sorg ríkir meðal nemenda. Mikill undirbúningur hafði farið fram og nemendur spenntir fyrir viðburðinum. Söngvakeppnin sem er árlegur viðburður skólans var ekki haldin í fyrra heldur. Söngvakeppnin er annar af hápunktum haustannar í starfi nemendafélagsins. Á Vælinu koma fram 12 hæfileikaríkir nemendur skólans og láta ljós sitt skína í keppni sem umfram allt miðar að því að skemmta áhorfendum.

Gert var ráð fyrir að nemendur færu í hraðpróf fyrir viðburðinn.

Fréttin hefur verið uppfærð: Viðburðinum hefur ekki verið aflýst skv. skólanum og verið er að ræða við ráðherra hvernig hægt er að skipta fjölda niður í hólf o.fl.