2021 – Ár þversagna

frettinPistlar1 Comment

Eftir Jóhannes Loftsson

ÁR ÞVERSAGNA 

Hjarðónæmi ársins
Alþingismenn sem bera hvað mesta ábyrgð á þeim takmörkunum sem settar hafa verið á þegnana eru flestir flestir búnir að fá Covid. Do as we say but not as we do.

Snemmmeðferð ársins
Eins til tveggja klukkustunda bið sjúklinga í hríðarbyl í röð eftir að komast í PCR próf.

Okur ársins
Raunverulega sannaðar snemmmeðferðir eins og Hydroxychloriquine og Ivermectin eru í raun bannaðar á Íslandi. Ivermectin er selt á 500 földu verði m.v. verð á Indlandi. 210 þúsund í stað 400kr.

Heilbrigðisráðlegging ársins
Á tímum kórónufaraldur þegar sýnt var fram á að D-vítamín hjálpaði kom Landlæknir með þá ráðleggingu að fólk ætti að taka 600 einingar á dag af D-vítamíni. Ráðlögð inntaka FLCCC samtakanna af hinu skaðlausa D-vítamíni er hins vegar tífalt hærri eða 6000 einingar á dag. Því fylgir t.d. Fauci.

Hjarðónæmi ársins
Þórólfur í júní : “Við erum komin með gott hjarðónæmi”

Sannleikskorn ársins
Þórólfur 8. ágúst: Ná þarf hjarðónæmi með að láta veiruna ganga, var þema viðtals við sóttvarnarlækni þar sem hann ræddi m.a. ítarlega útfærslu á því að allir smituðust.

Viðsnúningur ársins
Þórólfur síðar sama kvöld (8. ágúst): ,,Ég hef aldrei sagt að við eigum að láta veiruna geisa hér í samfélaginu.”

Þögn ársins
Eftir að Þórólfur hafði verið í þættinum Harmageddon að gagnrýna grein sem ég, Helgi og Kalli Snæ skrifuðum saman, gafst mér tækifæri á að ræða gagnrýni Þórólfs í öðrum Harmageddonþætti. Þar leiðrétti ég einfaldlega misskilning Þórólfs og benti á að í greininni væri verið að biðja um að yfirvöld gerðu opinbera tölfræðigreiningu á fjölda andláta á elliheimilum eftir fyrstu bólusetninguna. Engin persónuupplýsingaverndarsjónarmið eru á dánardegi fólks, og því engin ástæða til að halda þessu leyndu. Mikilvægt væri að sjá hvort landlækni hafi einfaldlega yfirsést að 20% aukning varð á andlátum elsta aldurshópsins strax eftir bólusetninguna. Þessari fyrirspurn var ekki svarað og þessi gögn ekki birt.

Kosningaloforð ársins
Öll kosningaloforðin, því kórónuveiran gleymist og enginn þurfti því að standa við neitt. Samstaða myndaðist meðal allra stjórnmálaflokka (annarra en Ábyrgrar Framtíðar) að ímynda sér að kófinu væri lokið og ganga stefnulaus til kosninga.

Kosningaslagorð ársins
Er ekki bara best að kjósa Framsókn?

Viðbragð ársins
Tvö ár inn í faraldurinn og sex gjörgæslusjúklingar eru nóg til að Landspítalinn teljist fullur. Ekkert hefur verið gert til að auka afköst spítalans. Enginn hefur verið látinn bera ábyrgð.

Viðskiptaákvörðun ársins
Í stað þess að veita viðbótarfé til að auka afköst Landspítalans til að geta tekið við fleiri sjúklingum var samfélagið hneppt í gíslingu. Miðað við síðust fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stefnir uppsafnaður taprekstur ríkisins þar til jafnvægi næst aftur í 1200 milljarða.

Sóttvarnarbaráttumaður ársins
Bubbi

Undanþága ársins
Sama dag og 20 manna samkomutakmarkanir tóku gildi fékk Bubbi undanþágu til að halda tónleika fyrir 1500 manns.

Grímuleysi ársins
Dómsmálaráðherra gripin glóðvolg grímulaus í klippingu, á meðan grímuskylda ríkisstjórnar var í gildi á hárgreiðslustofum.

Kjarakaup ársins
Kaup ársins á Hótel Sögu. 12.000 fermetrar keyptir fyrir 14.800 fermetra auk viðhalds og endurbótakostnaðar upp á 6,5 milljarða (þ.e. um 525 þús. á fermetra).

Sparsmáhýsabyggð ársins
30 fermetra smáhýsi fyrir þá sem hafa orðið utanveltu, sem kostuðu 33 milljónir stykkið.

Sóttvarnarfundur ársins
Allir ráðherrarnir ferðuðust saman í flugvél til Egilsstaða til að ákveða sóttvarnartakmarkanir á aðra ríkisborgara.

Bólusetningarátak ársins
Boðað hefur verið til bólusetningar íslenskra barna 5. janúar. Vitað er að bóluefnið virkar ekki gegn smiti Omicron. Vitað er að eitt af hverjum 1000 börnum sem tóku þátt í prófunum Pfizer fékk alvarlega aukaverkanir (Maddie er enn lömuð og getur bara næsrst í gegnum slöngu). Nær öruggt er að allir Íslengingar verða komnir með Covid fyrir lok janúar. Hið úrelta bóluefni byrjar hins vegar ekki að virka (gegn delta) fyrr en um miðjan mars ef bólusett er í janúar.

Veruleikaflótti ársins
Enginn af ráðgjöfum í innsta kjarna heilbrigðisráðherra tekur tillit til þess að komin er ný veira, Omicron sem bóluefnið virkar ekkert á. Forsendur barnabólusetningarinnar byggja því á brátt útdauða vírus.

Óbólusettir einstaklingar ársins
Eftir að í ljós kom að mjög margir nýbólusettir einstaklingar voru að mælast með Covid fór Landspítalinn að skilgreina sjúklingar sem höfðu verið bólusettir en fengið seinni sprautu fyrir skemur en tveimur vikum, sem óbólusetta. Til að setja í samhengi var það stefna breskra yfirvalda á fyrri hluta árs að láta fyrri bólusetninguna duga svo þeir gætu bólusett fleiri.

Frelsisunnendur ársins (öfugmæli)
Ríkisstjórnin sem bannaði fólki að dansa, bannaði fólki að hittast útivið, bannaði brennur.

Fjöldatakmörkun ársins
Í október var 2000 manna fjöldatakmörkun í strætó.

Viðskiptamaður ársins
Kári Stefánsson sem hvað best kann að græða á mannanna heimsku.

Barnalæknir ársins
Man ekki nafnið, en einhverjir barnalæknar mæla með bólusetningu barna með bóluefni sem samkvæmt phasa 3 prófunum Pfizer veldur 1/1000 varanlegri örkuml. Fyrir utan að vera einhvers konar annarlegheit, eru læknar að brjóta siðareglur með því að mæla með og auglýsa lyf. Fyrir Covid var óheyrt að nokkur læknir auglýsti lyf með slíkum hætti.

Spakmælin ársins (fyrir þríbólusetta): Fool me once, shame on you. Fool me twice shame on me.

Samgöngubótaáætlun ársins
Borgarlínan sem í annan endann (Grafarvogur, Höfði endar á óbyggðum svæðum).

Tímalaun ársins
Í arðsemismati sem verkfræðistofan KOWI gerði fyrir Borgarlínuna er gert ráð fyrir því að sparnaður fólks í styttan biðtíma í stoppistöðvar samsvari 17.000 kr/klst. Undir venjulegum kringumstæðum væru verkfræðingar sem kæmu með slíkar áætlanir sendir í geðrannsókn, en á Íslandi eru svona útreikningar notaðir til að réttlæta 200 milljarða eyðsluorgíu stjórnmála-manna.

Skattahækkun ársins
Hækkun áfengisskatta á sama tíma og hvatt er til síaukinnar neyslu með sífellt meiri frelsisskerðingum.

Batakveðjur ársins
Til fjármálaráðherra sem fann ekki til neinna einkenna heima hjá sér í stofufangelsi eftir að hafa mælst PCR-jákvæður. Góðar líkur eru á að mælingin hafi verið röng.

Sóttvarnarregluslökun ársins
Einangrun PCR jákvæðra stytt í sjö daga eftir að þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lentu sjálfir í einangrun eftir jákvæð PCR-próf.

One Comment on “2021 – Ár þversagna”

  1. Einstaklega gott þversagna-yfirlit. Ótrúlegt að sóttvarnarlæknir skuli hafa komist upp með þær þversagnir sem honum eru eignaðar. Ég vona og trúi að það breytist nú á þessu nýja ári.

Skildu eftir skilaboð